fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Fastir pennarFókus

Frelsissvipt barnastjarna og tásublæti í Hollywood

Fókus
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 19:30

Leikkonan Amanda Bynes og Dan Schneider, einn vinsælasti framleiðandi hjá Nickelodeon um árabil. Samsett mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar, skrifar:

Í nýjasta þætti Poppsálarinnar er farið yfir sögu Amöndu Bynes, sigrana og erfiðleikana. Einnig er farið í óhugnanlega tengingu hennar við aðalframleiðanda barnastöðvarinnar Nickelodeon og barnaníðsorðróminn sem fylgir honum.

Bandaríska leikkonan Amanda Bynes var lengi vel talin í hópi efnilegustu leikara Hollywood. Hún hafði ung að árum leikið í mörgum vinsælum þáttum á Nickelodeon barnastöðunni og slegið í gegn í myndum eins What a Girl wants,  She’s the Man, Hairspray og Easy A.

Eftir að hafa leikið í myndinni Easy A árið 2010 virðist hún hverfa af yfirborði jarðar. Ekkert heyrist í leikkonunni í nokkur ár eða þar til sérkennileg skilaboð fóru að birtast á Twitter reikningi hennar í kringum árið 2013. Hún skrifaði mörg ljót skilaboð eða tvít um samstarfsfólk sitt í Hollywood, til að mynda tvítaði hún að Rihanna væri ljót og ætti að hætta að reyna að þykjast vera hvít. Á svipuðum tíma var hún handtekin fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og lyfja, læsti sig inni í búningsklefa í verslun og kveikti í innkeyrslu nágranna sinna.

Stuttu síðar missti hún sjálfræðið og fengu þá foreldrar hennar lögræði yfir Amöndu og hafa haft stjórn á lífi hennar síðan.

Elva Björk. Mynd/Valli

Svipar til sögu Britney Spears

Saga Amöndu Bynes er ótrúlega lík sögu frelsissviptu söngkonunnar Britney Spears. Þær hafa báðar gengið í gegnum erfið tímabil í lífinu. Þær hafa báðar verið taldar eiga við andlega erfiðleika að stríða og hafa báðar misst sjálfræðið. Það sem er sérkennilegt við mál þessara kvenna er að þrátt fyrir að virðast hafa náð sér á strik og verið lengi á batavegi fá þær ekki frelsi sitt til baka. Amanda hefur einnig talað opinberlega um sína frelsissviptingu og reynt að aðlast sjálfræði á ný en án árangurs.

Kynferðislegur áhugi á tám

Dan Schneider var einn vinsælasti og farsælasti framleiðandinn hjá Nickelodeon í mörg ár. Hann framleiddi marga af frægustu þáttum stöðvarinnar eins og The Amanda Show, iCarly og Zoe 101.

Ógeðfelldar kenningar um kynferðislegan áhuga hans á tám og hvernig hann nýtti börnin sem léku í þáttum hans til að fullnægja tásublæti sínu, hafa lengi verið á kreiki. Í þáttunum má sjá ófá atriði þar sem tær koma við sögu og er kynferðislegur undirtónn í mörgum atriðum í þáttum hans. Til að mynda má sjá þegar börnin kreista tómatsósu yfir tærnar sínar, reyna að sleikja og bíta eigin tær og binda samleikara sína fasta til að fikta í tám þeirra. Einnig hafa nokkrir einstaklingar stigið fram og sagt frá sérkennilegri reynslu sinni af því að mæta í áheyrnarprufur til Dan Schneider.  Þar áttu börnin að ganga um gólf á tánum og lýsa tilfinningunni fyrir framleiðandanum.

Dan Schneider og Jamie Lynn Spears, litla systir Britney, árið 2004. Mynd/Getty

Amanda var í uppáhaldi

Þegar sögusagnir um sérkennilega hegðun Dan Schneider urðu meira áberandi var hann látinn fara frá stöðinni. Sögur af hegðun hans urðu háværari í kjölfarið án þess þó að kæra væri lögð fram. Margir vilja meina að ástæða þess séu þau miklu völd og áhrif sem hann hefur í Hollywood.

Amanda Bynes og Dan Schneider voru mjög náin. Amanda á víst að hafa verið uppáhalds barnastjarnan hans og leit hún á hann sem nokkurs konar föður. Það hafa því sprottið upp kenningar um samband þeirra, sem og samband hans við aðrar barnastjörnur eins og Jamie Lynn Spears, litlu systur Britney Spears.

Samband Dan við dæmdan barnaníðing, Brian Peck, kemur einnig við sögu í Poppsálarþættinum sem gefur orðrómnum um óeðlilega hegðun Dan byr undir báða vængi.

Hér má nálgast nýjasta þáttinn:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Scott Disick er að „missa vitið“ yfir trúlofun Kourtney Kardashian

Scott Disick er að „missa vitið“ yfir trúlofun Kourtney Kardashian
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbókin sem bjargaði syni Katrínar breiðist út – „Þetta er kraftaverk“

Dagbókin sem bjargaði syni Katrínar breiðist út – „Þetta er kraftaverk“
Fókus
Fyrir 2 dögum

12 ára íslensk leikkona valin sú besta úr hópi 200 kvikmynda

12 ára íslensk leikkona valin sú besta úr hópi 200 kvikmynda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kourtney Kardashian og Travis Barker trúlofuð

Kourtney Kardashian og Travis Barker trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda