fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fastir pennarFókus

Af hverju syrgjum við frægt fólk? – Skrifaði kveðju til Kurts Cobain á garðbekk

Fókus
Sunnudaginn 7. mars 2021 22:09

Kurt Cobain, Díana prinsessa og David Bowie. Samsett mynd(/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Ósk Ágústsdóttir sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar skrifar:

Frá örófi alda höfum við haft áhuga á frægu fólki og þá sérstaklega misförum þeirra og dauðsföllum. Mörg tengjumst við ákveðnum frægum einstaklingum tilfinningaböndum og gleðjumst þegar vel gengur og finnum til þegar illa fer.

Það hefur lengi þótt eðlilegt að fólk syrgi fræga einstaklinga sem það þekkti ekki neitt. Til að mynda var það mikið áfall fyrir aðdáendur David Bowie þegar hann féll frá árið 2016. Aðdáendur komu saman að heimilum hans, skreyttir þekktri andlitsmálningu Bowie og lögðu niður blóm, kransa, bréf og kerti

25 árum eftir dánardag Nirvana söngvarans, Kurt Cobain, flyktust aðdáendur að Seattle park, nálægt heimili söngvarans og sýnu samúð sína og hug með því að leggja niður fjöldan allan af blómum.

Í Seattle má finna garðbekk sem tileinkaður er honum og aðdáendur hafa krotað skilaboðum á.

Á þeim bekk má til að mynda finna skilaboð frá mér 😉 En ég var og er mikill aðdáandi Nirvana og upplifði mjög sterkar tilfinningar þegar söngvarinn lést.

Bekkurinn sem aðdáendur Kurt Cobain skrifa á. Mynd/Elva
Kveðja frá Elvu á bekknum í Seattle. Mynd/Elva

Þjóðarsorg þegar Maradonna lést

Fyrir stuttu féll fótboltamaðurinn Maradonna frá og lýsti forseti Argentínu yfir þriggja daga þjóðarsorg í kjölfarið.

Mörgum gæti þótt þetta sérkennileg hegðun, þ.e að syrgja einhvern sem maður þekkir ekki. En líkt og dæmin hér að framan sýna þá virðist vera sem fráfall frægra einstaklinga, sem við dáumst að eða höfum áhuga á, hafi mikil áhrif á okkur. Fyrir marga eru svona andlátsfregnir gríðarlegt áfall og kveikja þær á sérstökum tegundum af minningum. Mörg munum við vel eftir bílslysi Díönu prinsessu og margir muna eftir morðinu á John F. Kennedy. Svona tilfinningaþrungnar minningar verða oft svo skýrar í huga okkar, jafnvel áratugum eftir atburðinn, að við finnum næstum því lyktina af minningunni.

Þessar tilfinningaþrungnu minningar nefnast leifturminningar, en þær eru oft mun skýrari en aðrar minningar sökum þeirra sterku tilfinninga sem tengjast þeim.

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Poppsálin er fjallað um reynslusögur fólks af því að syrgja fræga einstaklinga. Til að mynda tala margir um áfallið sem það upplifði þegar það frétti af fráfalli Bowie, Díönu prinsessu, George Michael og annarra. Sumir töluðu um að tilfinningin væri stundum svipuð því og sú sem við upplifum við það að missa einhvern nákominn. 

Í þættinum er farið í sálfræðilegar skýringar á því af hverju fráfall einstaklinga, sem við þekkjum ekkert, hefur svona mikil áhrif á okkur. 

Elva Björk. Mynd/Valli

Einn poppsálarhlustandi sagði: “Ég varð gríðarlega leiður þegar Terry Pratchett dó, einn skarpasti penni okkar tíma sem stundum setti heiminn í samhengi fyrir mig”

Annar lýsti tilfinningunni við það að heyra af fráfalli rapparans Mac Miller svona “Besti vinur minn var að halda uppá afmælið sitt þegar fréttirnar bárust. Við beiluðum á að fara niðri bæ og sátum heima hjá honum þegar allir voru farnir, hlustuðum á öll lögin hans og töluðum um lífið”

Eins og sjá má þá getur það kveikt á sterkum tilfinningum að frétta af andláti einstaklings sem við þekkjum ekkert og getur fráfall frægra haft svipuð áhrif á okkur og önnur áföll.

Einstefnu samband við frægt fólk

Parasocial samskipti er sálfræðilegt hugtak yfir það einstefnu samband sem við eigum við fræga einstaklinga. Okkur finnst við þekkja viðkomandi og förum jafnvel að þykja vænt um hann án þess að hann hafi nokkra hugmynd um okkur. Með tilkomu fjölmiðla, og alveg sérstaklega samfélagsmiðla, styrkjast svona parasocial-sambönd enn frekar, þar sem aðgengi okkar að upplýsingum og innsýn inn í líf frægra eykst til muna.

Við erum því búin að mynda raunveruleg tilfinningatengsl við manneskju, þótt tengslin séu einhliða, og því ósköp eðlilegt að syrgja þegar hún fellur frá.

Einnig er gott að hafa í huga að  þótt við þekktum ekki fræga einstaklinginn persónulega þá þekktum við hann samt. Viðkomandi hefur pottþétt verið stór partur af okkar lífi í á einhverju tímabili, þótt við höfum ekki verið partur af líf hans. Við elskum að horfa á myndirnar, lesa bækurnar eða hlusta á tónlistina. Bókin eða tónlistin gæti jafnvel tengst mikilvægum og tilfinningaþrungnum minningum.

Einnig höfum við oft fylgst með þroska fræga einstaklingsins og tengjum við þær breytingar sem hann gekk í gegnum. Við höfum því oft áhuga á frægum sem við samsömum okkur við. Við elskum frægu manneskjuna jafnvel enn heitar þegar hún gerir mistök eða þegar brestir hennar verða sýnilegir. Manneskjan minnir okkur þá frekar á okkur sjálf.  Aldur viðkomandi, karakter, reynsla, áföll eða hegðun eru þættir sem við skiljum og gerir tenginguna við frægu manneskjuna enn sterkari.

Nostalgía

Aðrar hugmyndir um þær sterku tilfinningar sem við upplifum þegar uppáhalds leikkonan eða söngvarinn fellur frá tengjast nostalgíu hugmyndum, hugsanaskekkju um lífið og tilveruna, hópamyndum og mikilvægi þess að vera samþykkt af öðrum.

En þótt við getum eflaust verið sammála um að sorg sé ekki þægileg tilfinning og lítum mögulega á það sem neikvæðan hlut að finna svona til þegar einhver sem við þekktum ekki fellur frá, þá megum við ekki gleyma því að það að finna til með öðrum og að tengjast einhverjum tilfinningaböndum hefur einnig jákvæðar hliðar.

Í stað þess að dvelja of lengi í sorginni og neikvæðum hliðum hennar getum við minnt okkur á þetta:

„If you’re ever sad, just remember the world is 4.543 billion years old and you somehow managed to exist at the same time as David Bowie“.

 

Nýjasta Poppsálarþáttinn má nálgast hér:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“