fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fastir pennarFókus

Var Michael Jackson Pétur Pan í lifandi lífi sem þjáðist af útlitsröskun?

Fókus
Miðvikudaginn 31. mars 2021 19:30

Ýmsir hafa talið að poppgoðið Michael Jackson hafi verið með svokallað Pétur Pan-heilkenni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir,  sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar, skrifar:

Michael Jackson féll frá árið 2009 eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu, eins og flestir vita.  Seinna kom í ljós að Jackson, sem oft var kallaður konungur poppsins, lést af of stór­um skammti af slævandi lyfjum og var and­lát hans úr­sk­urðað sem mann­dráp.

Einkalæknir hans, Dr. Conrad Murray hefur viðurkennt að hafa gefið Jackson lyfið Propofol til að hjálpa honum að sofna á kvöldin en neitar að bera ábyrgð á dauða Jackson þar sem hann telur þann skammt sem hann hafi gefið Jackson ekki vera hættulegan.

Michael Jackson hefur ekki bara verið þekktur fyrir farsælan tónlistarferil heldur einnig fyrir ansi einkennilega og jafnvel glæpsamlega hegðun, sérkennilegt ástarlíf og óvenjulegt útlit.

Í nýjustu þáttunum af Poppsálinni verður einblínt á ákveðið hegðunarmynstur sem Jackson sýndi sem hefur fengið hið lýsandi nafn Pétur Pan-heilkennið sem og aðrar raskanir sem hann var mögulega að glíma við og leiðir til að bæta líðan. 

Elva Björk. Mynd/Valli

Pétur Pan-heilkennið

Pétur Pan-heilkenni vísar til þess þegar fullorðnir halda áfram að haga sér eins og börn án þess að taka ábyrgð á gjörðum sínum og lífi sem fullorðin manneskja. Þetta eru einstaklingar sem neita að alast upp, virðast vera með áberandi tilfinningalegan vanþroska sem felur í sér óöryggi og mikinn ótta við að vera ekki elskaður og samþykktur af öðrum

Einstaklingurinn lifir í einhvers konar fantasíu heimi þar sem hann hunsar kröfur hins raunverulega heims. Hann vill ekki eða telur sig ekki geta tekið að sér hlutverk fullorðinna eins og að sinna starfi eða foreldrahlutverki.

Svo virðist sem Pétur Pan-heilkenni sé einhvers konar togstreita milli lífsstíls bernskunnar annars vegar og kröfum sem tengjast fullorðinsárunum sem einkennist af nauðsyn þess að axla ábyrgð og setja sér markmið.

Fólk sem þjáist af Pétur Pan-heilkenni getur virst áhyggjulaust og hamingjusamt, þar sem það lifir í núinu, en þegar líf þeirra er skoðað nánar birtast tilfinningar eins og  einmanaleiki og óánægja. Einnig virðist einkenna fólk með heilkennið erfiðleikar í langtímasamböndum þar sem einstaklinginn skortir tilfinningu fyrir skuldbindingu.

Orsakir heilkennisins eru margvíslegar en tengja má heilkennið annars vegar við mjög góða æsku þar sem þú ert að reyna að viðhalda hamingjusömum augnablikunum sem þú upplifðir og hins vegar má tengja heilkennið við mjög slæma æsku, en í því síðara er hlutverk heilkennisins að endurheimta stolna bernsku, í gegnum frelsið sem fullorðni maðurinn hefur, peninga og völd.

Útlitsþráhyggjan og lýtaaðgerðir

Poppsálin er hlaðvarp þar sem fjallað er um poppmenningu með sálfræðilegu ívafi. Í nýjustu þáttunum er fjallað um poppkónginn Michael Jackson og sérkennilega hegðun hans. Einnig er farið í þær breytingar sem urðu á útliti hans en margir vilja meina að hann hafi verið að glíma við geðröskun sem nefnist líkamsskynjunarröskun eða body dysmorphic disorder.

Líkamsskynjunarröskun eða útlitsröskun er kvíðatengd röskun sem einkennist af þráhyggju um ímyndaðan galla eða ofmat á göllum í eigin fari. Þeir sem þjást af líkamsskynjunarröskun eyða oft mörgum tímum á dag í að huga að útliti sínu, þeir hafa áhyggjur af útlits göllum og bera sig ítrekað saman við aðra.

Einstaklingar sem þjást af líkamsskynjunarröskun  sækja oft í annars konar meðferð en sálfræði- eða lyfjameðferð svo sem lýtaaðgerðir eða húðaðgerðir til að laga „lýti“ sitt, með misgóðum árangri. Rannsóknir á árangri lýtaaðgerða á þróun röskunarinnar sýna að í fæstum tilfellum læknar lýtaaðgerðin geðröskunina. Stórt hlutfall fólks með líkamsskynjunarröskun sem fer í lýtaaðgerð upplifir enn frekari þráhyggju og áhyggjur yfir „útlitsgallanum” eftir aðgerðir og sumir byrja að hafa áhyggjur af öðru í útliti sínu.

Nokkuð öruggt er að poppkóngurinn hafi látið breyta útliti sínu. Í þættinum fer Elva Björk þáttastjórnandi yfir það sem Jackson sjálfur hefur sagst hafa breytt og veltir því fyrir sér hvort söngvarinn hafi mögulega verið með þessa geðröskun. Einnig er fjallað um leiðir til að bæta líðan þeirra sem þjást af líkamsskynjunarröskun og hvert hægt sé að leita.

Hægt er að hlusta á fyrri þáttinn um Michael Jackson hér:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“