fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
Fastir pennarFókus

Af hverju ræðum við ekki um jaðarpersónuleikaröskun?

Fókus
Mánudaginn 15. mars 2021 21:00

Söngkonan Íris Hólm og Elva Björk, umsjónarkona Poppsálarinnar, og svo Britney Spears. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar skrifar:

Finnst þér þú upplifa margar ólíkar tilfinningar yfir daginn? Vaknar þú kannski í góðu skapi sem getur breyst á stuttum tíma? Geturðu fundið fyrir reiði og gleði á sama tíma? Vanlíðan á einum tímapunkti og mikilli gleði stuttu seinna?

Tilfinningar eru eðlilegur hluti af tilverunni og geta haft áhrif á heilsu, samskipti og lífshamingju.

Margir vilja skipta tilfinningum í flokka, góðar og slæmar, eðlilegar og yfirþyrmandi. Eðlileg tilfinning samræmist aðstæðum vel, án tillits til þess hvort hún er þægileg eða óþægileg. Það er til dæmis eðlilegt að sakna vinar síns sem flytur í burtu en það væri ýkt viðbragð að leggjast í þunglyndi yfir missinum.

Tilfinningar eru ekki hættulegar. Okkur finnst kannski að að við séum að ,,deyja“ úr kvíða eða skömm eða að ,,springa“ úr reiði en þessar tilfinningar líða alltaf hjá, stundum á nokkrum sekúndum en það getur líka tekið nokkrar mínútur eða jafnvel klukkustundir.

Söngkonan Íris Hólm og Elva Björk saman í stúdíóinu.

Er Britney Spears með jaðarpersónuleikaröskun?

Í nýjasta þættinum af Poppsálinni ræðir Elva Björk við söngkonuna Írisi Hólm um jaðarpersónuleikaröskun (e. borderline personality). Íris er sjálf með þá röskun og fara þær Elva í gegnum helstu einkenni hennar, upplifun Írisar og reynslu. Einnig ræða þær um þá ofurkrafta eða kosti sem geta fylgt því að upplifa tilfinningar sterkar en aðrir.

Þær ræða einnig þá fordóma sem virðast loða við þessa röskun. Margir telja til dæmis að söngkonan Britney Spears sé að glíma við jaðarpersónuleikaröskun, en vegna fordómanna hefur það ekki verið rætt opinberlega. Tengill á þáttinn er hér neðst í greininni.

Í öðrum Poppsálar þáttum hefur mál Britney Spears verið tekið fyrir og þeirri spurningu velt upp hve alvarleg veikindi hennar geta verið fyrst hún hefur ekki haft stjórn á eigin lífi í 12 ár.

Rannsóknir á árangri meðferða sýna að erfitt getur verið að vinna með einstaklingum sem þjást bæði af geðhvarfasýki (bipolar) og jaðarpersónuleikaröskun.

Sumir vilja meina að Britney Spears gæti mögulega verið með jaðarpersónuleikaröskun í stað geðhvarfasýki, en hegðun hennar samræmist líka einkennum jaðarpersónuleikaröskunar. Aðrir telja að hún gæti mögulega verið að glíma við báðar raskanirnar sem gæti að einhverju leyti skýrt þann langvarandi vanda sem hún virðist vera að glíma við.

Tilfinningar gefa okkur vísbendingar

Tilfinningar gegna gríðarleg mikilvægum tilgangi í lífi okkar og erfitt er að ímynda sér veröldina án þeirra. Tilfinningar sem við gjarna viljum flokka sem neikvæðar eins og sorg og depurð þjóna einnig miklum tilgangi. Reiðin sem við upplifðum þegar okkur finnst brotið vera á okkur, óttinn sem við finnum fyrir þegar hætta steðjar að, skömmin og samviskubitið sem við upplifum þegar við brjótum óskráðar eða skráðar reglur segja okkur eitthvað. Þessar tilfinningar geta verið eins og vegvísir og leitt okkur í ákveðna átt.

Tilfinningar hjálpa okkur líka við að bregðast hratt við aðstæðum, líkaminn græðir á tilfinningum og getur komið okkur fyrr úr vanda. Tilfinningar gefa okkur einnig vísbendingar um stöðu okkar i lífinu og hugsanir okkar.

Að lokum gefa tilfinningar okkur orku og hvatann til að gera það sem þarf til að ná markmiðum okkar og geta jafnvel aukið afköst okkar í ákveðnum verkefnum.

Tilfinningasveiflur eða  jaðarpersónuleikaröskun?

En hvenær er tilfinning og hegðunin í kjölfarið eðlileg og hvenær ekki? Hver ákveður hvað er eðlilegt og hvað ekki?

Ég veit ég má gráta í jarðarför en ekki springa úr hlátri, öskra eða “fara yfirum” á fótboltaleik en ekki á kaffihúsi. Hver ákveður þetta? Hvenær verður tilfinning of sterk? Hvenær verður tilfinningin of ýkt miðað við aðstæður?

Jaðarpersónuleikaröskun er truflun á persónuleika sem einkennist af lítilli stjórn á tilfinningum, óstöðugri sjálfsmynd, tómleikakennd, hvatvisi, stormasömum samböndum og tilhneigingu til svart-hvítrar hugsunar. Með svart-hvítri hugsun er átt við að einstaklingurinn upplifir að hlutirnir séu annað hvort mjög góðir eða alslæmir

Samkvæmt Ingu Wessman, sál­fræðing­i hjá Litlu kvíðameðferðar­stöðinni (Litlu KMS), sem sér­hæf­ir sig í jaðar­per­sónu­leikarösk­un er meg­ið ­ein­kennið slök til­finn­inga­stjórn sem má oft rekja til mik­ils til­finn­inga­næm­is. Hjá fólki með mikið til­finn­inga­næmi þarf minna til að kalla fram til­finn­ing­ar og viðbrögð þess eru sterk­ari og vara leng­ur held­ur en hjá öðru fólki. Í öðrum geðrösk­un­um er fólk oft með aukið næmi gagn­vart ákveðnum til­finn­ing­um, eins og kvíða í kvíðarösk­un­um. En til­finn­inga­næmi hjá fólki með jaðar­per­sónu­leikarösk­un er gagn­vart flest­um til­finn­ing­um. Bæði gagn­vart þægi­leg­um og óþægi­leg­um til­finn­ing­um. Fólk verður því auðveld­lega mjög glatt, mjög leitt og svo mjög kvíðið inn­an nokk­urra klukku­stunda eða daga svo dæmi séu tek­in,” seg­ir Inga.

Samkvæmt Ingu þá er það nokkuð algengt að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar).

Einnig loðir slæmt orð við jaðarpersónuleikaröskun og hafa rannsóknir sýnt fram á að heilbrigðisstarfsfólk er tregt við að greina persónuleikaröskunina og virðast hafa neikvæðri hugmynd um þá röskun en aðrar.

Þegar fordómar gagnvart geðröskunum eru skoðaðir má sjá að einstaklingar með jaðarpersónuleikaröskun upplifa mikla fordóma. Margir veigra sér við að segja frá greiningunni og er talið samþykktara að segja frá kvíðaröskun, þunglyndi og jafnvel geðhvörfum og geðklofa.

Hægt er að hlusta á Poppsálarþáttinn um jaðarpersónuleikaröskun hér:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“
Fókus
Fyrir 1 viku

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur
Fókus
Fyrir 1 viku

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“