fbpx
Sunnudagur 16.maí 2021
Fastir pennarFókus

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy

Fókus
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 21:30

Brittany Murphy öðlaðist heimsfrægð þegar hún lék í myndinni Clueless. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir,  sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar, skrifar:

Clueless leikkonan Brittany Murphy lést á heimili sínu í desember árið 2009 þá aðeins 32 ára.

Dánarorsök hennar hefur verið umdeild í langan tíma – sérstaklega þar sem Simon Murphy, eiginmaður hennar, lést 5 mánuðum seinna á nákvæmlega sama máta.

Poppsálin er hlaðvarp þar sem fjallað er um poppmenningu út frá sálfræðilegu sjónarhorni. Í nýjasta þættinum er farið yfir vinsælustu kenningar um andlát Brittany Murphy. Fjallað er um siðblindu eða persónuleikaraskanir sem Simon gæti mögulega hafa verið með.

Velt er upp þeirri hugmynd hvort siðblinda eiginmannsins og sérkennilegt samband hans við móður Brittany hafi mögulega eitthvað með dauða hennar að gera, hvort húsið hennar Britney Spears hafi orðið valdur að veikindum þeirra hjóna eða hvort eitthvað allt annað hafi orsakað þessi tvö sorglegu en  dularfullu andlát.

Tengill á nýjasta þátt Poppsálarinnar er hér neðst í greininni.

Hneig niður á baðherberginu

Klukkan var átta að morgni, þann 20. desember árið 2009, þegar hringt var í neyðarlínuna þar sem óskað var eftir aðstoð á heimili leikkonunnar Brittany Murphy. Hún hafði hnigið niður á baðherberginu og var reynt að endurlífga hana á staðnum. Hún var flutt á spítala þar sem hún var úrskurður látin við komuna klukkan fjórar mínútur yfir tíu.

Talið er að hún hafi látist vegna lungnabólgu og blóðleysis sem rekja mátti til notkunar lyfja. Það var í það minnsta niðurstaða krufningarlæknis í Los Angeles.

Enn þann daginn í dag ríkir töluverð dulúð yfir dauða leikkonunnar. Þótt niðurstaða lækna hafi bent til þess að hún hafi látist úr lungnabólgu og blóðleysi og að finna hafi mátt mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum í blóði hennar, velta margir því fyrir sér hvernig svona ung kona gæti hafa látist úr lungnabólgu, hvaða þættir í kringum hana höfðu þau áhrif að ekki var leitað til læknis fyrr og af hverju eiginmaður hennar deyr af sömu orsökum 5 mánuðum seinna.

Elva Björk. Mynd/Valli

Siðblindur eiginmaður?

Í maí 2007 giftist Brittany breska handritshöfundinum Simon Monjack í óvæntri og lítilli athöfn.

Þrátt fyrir mikinn vilja til að slá í gegn í Hollywood var Simon Monjack eflaust frægastur fyrir ýmiskonar svik og glæpamál. Árið 2005 var gefin út handtökuskipun gegn honum vegna kreditkorta svika. Ári síðar var hann kærður fyrir ógreidd húsnæðislán, en bera þurfti hann út úr fjórum húsum vegna mikilla skulda. Ári þar á eftir eða 2007 var hann handtekinn og sat inni í 9 daga fyrir það að dvelja of lengi í Bandaríkjunum án vísa.

Margir tengja óvænt brúðkaup hans og Brittany Murphy við dvalaleyfis vanda hans og vilja meina að þau hafi einungis gifst svo hann gæti dvalið áfram í Bandaríkjunum.

Simon Monjack var orðinn það þekktur fyrir svik og pretti að hann var kallaðu Simon Conjack eða Simon svikahrappur!

Móðir hans hefur sagt í viðtölum að hann hafi alltaf átt erfitt með að greina raunveruleikann frá ímyndum og væri haldinn lygasýki.

Fyrrum eiginkona Simonar segir hann hafa verið siðblindan. Hann hafi svindlað á fólki, blekkt það fyrir peninga, væri haldinn kynlífsfíkn og logið til um líf sitt og störf. Á einu tímabili þóttist hann til dæmis eiga flugfélag sem hann notaði til að ferja eiturlyf. Fyrrum eiginkona hans talaði einnig um það hve mikið heilsa hennar fór að versna þegar þau voru saman en hún átti það til að missa meðvitund í tíma og ótíma.

Samband Simonar og móður Brittany virðist einnig hafa verið mjög sérkennilegt. En stuttu eftir andlát Brittany fara þau Simon og Sharon, móðir Brittany að birtast í viðtölum í fjölmiðlum og mörgum fannst samband þeirra mjög náið, mögulega einum of náið.

Þegar Simon lést og heimilið rannsakað aftur sést að Sharon var farin að sofa í sama rúmi og Simon. Einnig telja margir að myndirnar sem hafa verið teknar af þeim eftir andlát Brittany vera mjög sérstakar.

Simon Monjack, fyrrverandi eiginmaður Brittany Murphy og Sharon Murphy, mamma hennar, eftir að Brittany lést. Mynd/ Frazer Harrison/Getty Images

Kúgun, skítugt heimili og læknadóp

Þegar mál Brittany Murphy er skoðað kemur margt í ljós. Stuttu eftir andlát hennar býður Simon fjölmiðlum í heimsókn á heimili þeirra. Finna má myndband af þessari heimsókn á netinu en þar má glögglega sjá hve slæm heilsan hans var orðin og hve ótrúlega skítugt og yfirfullt heimili þeirra var af drasli og dóti.

Þegar heimili þeirra hjóna var rannsakað mátti finna 90 lyfseðilsskyld lyf. Heimili þeirra líktist frekar apóteki en heimili.

Hægt er að velta fyrir sér hvort einhver brögð hafi verið í tafli. Var Simon að kúga Brittany, voru þau öll þrjú í einhvers konar ástarsambandi, voru þau öll orðin háð læknadópi og því ófær um að leita aðstoðar, hafði siðblinda Simonar og afskiptasemi móðurinnar áhrif á lyfjaneyslu Brittany?

Drungalegt hús Britney Spears eða bandaríska ríkið

Ein vinsæl kenning um dánarorsök Brittany tengist myglu í húsinu. Brittany hafði keypt húsið af söngkonunni frægu,  Britney Spears, sem sjálf hafði sagt að húsið væri slæmt. Hún talaði um að illir andar byggju í húsinu og það væri mjög spúkí.

Faðir Brittany, Angelo Bertolotty, óskaði eftir því að andlát hennar yrði skoðað enn frekar. Við greiningu á hári hennar fundist eiturefni sem styður þá kenningu að mygla í húsinu gæti hafa ollið dauða hennar.

En þessi sömu eiturefni hafa þó einnig tengst annarri og ennþá vafasamari kenningu um dánarorsök þeirra Brittany og Simonar.

Bertolotty faðir Brittany hafði upphaflega óskað eftir frekari rannsókn á andláti dóttur sinnar þar sem hann taldi dauða hennar tengjast eitrun og að Bandaríska ríkið hafi haft eitthvað með það að gera. En rétt fyrir dauða Brittany var hún viss um að verið væri að fylgjast með sér, þyrlur sveimuðu fyrir ofan hús hennar og símar hleraðir.

Hér má hlusta á þáttinn þar sem fjallað er nánar um þetta dularfulla mál.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tveir landsþekktir karlmenn í #ÉgTrúi-myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk – Dómsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir sína þátttöku

Tveir landsþekktir karlmenn í #ÉgTrúi-myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk – Dómsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir sína þátttöku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók teppið af gólfinu og fann leyndan stiga

Tók teppið af gólfinu og fann leyndan stiga