fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Peningaþvætti, bréf frá Gunnari Tómassyni

Egill Helgason
Mánudaginn 16. febrúar 2009 01:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Tómasson, hagfræðingur í Washington og gestur í Silfri Egils fyrir nokkrum vikum, sendi mér þetta bréf.

— — —

Sæll Egill.

Aukning vaxtaútgjalda þjóðarbúsins úr 1/25 hluta vergrar landsframleiðslu 2004 í 1/3 hluta árið 2008 jafngildir blóðmjólkun samfélagsins.

Enn er óvíst hvað þar bjó að baki – en ekki er hægt að útiloka að íslenzk fjármálafyrirtæki og svartir erlendir peningar komi þar við sögu.

Eins er margt furðulegt í atvikarás síðasta árs innanlands og utan sem vekur spurningar:

Af hverju vildi U.S. Federal Reserve Board ekki hjálpa Seðlabanka Íslands?

Af hverju hikuðu íslenzk stjórnvöld við að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?

Af hverju beittu Bretar hryðjuverkalögum á Landsbanka Íslands?

Af hverju hefur Geir Haarde ekki rætt við Gordon Brown síðan?

Af hverju vill Davíð Oddsson ekki tjá sig um málið?

Af hverju hika íslenzk stjórnvöld við að leggja deiluna við Breta fyrir dómstóla?

Af hverju reifaði rússneski sendiherrann $4 milljarða lán til Íslands?

Af hverju tóku íslenzk stjórnvöld það tal alvarlega?

O.s.frv.

Ég veit ekki – en óttast sum – svörin við þessum spurningum.

Kv.

Gunnar

P.S. Eins og þú veizt þá hef ég tekið þátt í umræðu síðustu daga um hugsanlegt peningaþvætti í sambandi við óheillaþróun síðustu ára á bloggsiðu þinni.

Hér að neðan er samantekt af því sem ég hef haft um málið að segja – að viðbættum fyrirsögnum til skýringar fyrir lesendur þína.

— — —

1.  Hvernig peningaþvætti kann að hafa verið í gangi?

Ein tegund peningaþvættis er eftirfarandi:

1. Svartir peningar (segjum $100 milljónir) eru lagðir inn á (skúffu-) bankareikning á einhverri Kyrrahafseyju.

2. Skúffu-bankinn leggur $100 milljónir inn á reikning alvörubanka í Evrópu sem er þátttakandi í peningaþvættinu.

3. Alvörubankinn í Evrópu lánar íslenzkri fjármálastofnun $100 milljónir á vöxtum sem eru háir en þó lægri en vextir á Íslandi.

4. Íslenzka fjármálastofnunin fjárfestir krónu-andvirði $100 milljóna í íslenzkum hávaxtaeignum.

5. Og borgar háa vexti af $100 milljóna láninu til evrópska alvörubankans.

6. Evrópski alvörubankinn heldur eftir hluta af vöxtunum fyrir aðstoðina.

7. Og leggur afganginn inn á (skúffu-) bankareikninginn á Kyrrahafseyjunni.

8. Allir þátttakendur hafa eitthvað fyrir sinn snúð – nema íslenzkir lántakendur!

2.  Peningaþvætti í boði íslenzkra stjórnvalda?

Háir stýrivextir Seðlabanka Íslands og okurvextir/verðtrygging í skjóli fákeppni á íslenzkum fjármálamarkaði er forsenda peningaþvættis af þessu tagi.

Skv. hagtölum Seðlabanka Íslands hækkuðu vaxtagjöld þjóðarbúsins úr 3.9% af vergri landsframleiðslu 2004 í ca. 34% árið 2008.

Eða úr tuttugusta-og-fimmta hluta vergrar landsframleiðslu 2004 í einn-þriðja hluta árið 2008.

Skv. nýlegri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þrefölduðust erlendar skuldir þjóðarbúsins miðað við verga landsframleiðslu á þessu tímabili.

3.  Hvernig brást Seðlabanki Íslands við eigin hagtölum?

Aukning vaxtagjalda þjóðarbúsins úr 3.9% af VLF 2004 í ca. 34% árið 2008 getur ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn Seðlabanka Íslands, enda jafngildir hún nánast blóðmjólkun samfélagsins.

Það er því tvennt til varðandi yfirstjórn Seðlabanka Íslands:

1. Hún skildi ekki alvöru málsins.

2. Hún lét sig málið engu skipta.

Og er hvorugur kosturinn góður.

4.  Hverjar eru afleiðingar sinnuleysis yfirstjórnar SÍ?

Upplýsingar um jöklabréfin eru af skornum skammti – en af fréttum virðist mega ráða að allt að 400 milljarðar séu enn útistandandi og að erlendir eigendur bíði þess að gjaldeyrishöftum sé aflétt þannig að þeir geti flutt fjármagnið úr landi.

Upphæð af þessari stærðargráðu mun væntanlega jafngilda ca. 1/3 af vergri landsframleiðslu Íslands á yfirstandandi ári – og gæti verið hærra hlutfall ef ekki rætist skjótt úr doða innlendrar framleiðslustarfsemi.

Upphæðin er fortíðarvandi sem kostar þjóðina ca. 70 milljarða á ári miðað við 18% stýrivexti – fortíðarvandi sem er alfarið sprottinn af stýrivaxtastefnu Seðlabanka Íslands á liðinni tíð sem ég hef leyft mér að kalla glórulausa.

Engin höft eru á erlendum vaxtagreiðslum þannig að fortíðarvandinn mun endurspeglast í ca. 6 milljarða gjaldeyrisútstreymi á hverjum mánuði svo lengi sem innlent vaxtastig er glórulaust.

5.  Hverjir borga vaxtakostnaðinn?

Við núverandi aðstæður er vaxtakostnaður af jöklabréfum byrði sem fæstir innlendir skuldunautar lánakerfisins geta staðið undir.

6.  ICESAVE í boði íslenzkra stjórnvalda?

Glórulaus stýrivaxtastefna Seðlabanka Íslands gerði Landsbankanum kleift að yfirbjóða brezka samkeppnisaðila í vaxtasamkeppni um innlán – 5.75% ICESAVE vextir eru einungis þriðjungur af 18% ávöxtun sem Landsbankanum stóð til boða fyrir tilstilli Seðlabanka Íslands.

Þar leiddi blindur blindan.

7.  Eru evrópskir bankar virkir í peningaþvætti?

Það er ekki sjálfgefið að evrópskir bankar starfi skv. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti.

Í bókhaldi íslenzks banka myndi vaxtagreiðslur til evrópskra banka ekki vekja neina sérstaka athygli endurskoðendafyrirtækja þar sem forsaga greiðslunnar er ekki upp á borðinu.

8.  Væri peningaþvætti nýlunda í íslenzka bankakerfinu?

Í eina tíð var það almenn viðskiptaregla hjá íslenzkum viðskiptabönkum að veita Pétri og Páli lán sem jafngilti innistæðu þeirra á bók hjá viðkomandi banka – og var þá ekki spurt hvort innistæðunni hefði verið stungið undan skatti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna