fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn, völdin og ESB

Egill Helgason
Laugardaginn 31. janúar 2009 23:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sagði ekki annað en að Bjarni Ben vildi aðildarviðræður við Evrópusambandið.

En uppsker þennan pistil frá frænda hans Birni Bjarnasyni.

Í pistli mínum kemur ekkert fram um að Bjarni vilji aðild að ESB.

Hins vegar er það ekkert sérlega lógísk afstaða að vilja aðildarviðræður en vera þvert á móti aðild.

Sá sem vill aðildarviðræður hlýtur að sjá hvað kemur út úr þeim – og segja svo já eða nei eftir því hvaða samningur býðst.

Annars held ég að sé rétt sem segir í kommentum hjá mér. Markmið Sjálfstæðisflokksins er fyrst og fremst að vera við völd, enda er hann valdaflokkur Íslands. Hefur verið í ríkisstjórnum mestallan lýðveldistímann, nú síðustu 18 ár.

Bjarni Benediktsson er laukur einnar helstu valda- og peningaættar á Íslandi.

Stefnan var að halda sæmilega huggulegan landsfund og ræða ESB; núverandi forysta ætlaði að halda áfram eftir fundinn.

Ríkisstjórnin féll áður en kom til fundarins og líka Geir Haarde og hugsanlega líka Þorgerður Katrín. Það var ekki vegna ESB, heldur vegna efnahagshrunsins.

ESB eða ekki ESB er ekkert aðalatriði hjá forystumönnum flokksins miðað við valdasóknina. Bjarni Ben, Þorgerður, Guðlaugur Þór, Geir, Andri Óttarsson og Þórlindur Kjartansson eru afskaplega praktískt fólk.

En í Seðlabankanum situr Davíð Oddsson Seðlabankanum og verður líklega látinn víkja úr embætti í næstu viku. Ólíkt flestum foringjum Sjálfstæðisflokksins er honum mjög heitt í hamsi vegna ESB. Hann er nánast fanatískur á móti sambandinu, líkti evrunni eitt sinn við gjaldmiðil Norður-Kóreu.

Og ef Sjálfstæðisflokkurinn væri að þokast of langt í þá áttina, gæti maður alveg séð fyrir sér churchillska endurkomu hjá Davíð.

Það myndi koma geysilegu róti á flokkinn. Maður er ekki viss um að allir flokksmenn myndu fagna.

ps. Annars er Evrópufíknin hjá mér ekki meiri en svo að ég hef sagt að mörg mál séu brýnni á þessum tímapunkti en ESB. Líkti umræðum um ESB meira að segja við rauða síld hér um daginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hluthafa í samkeppnisfyrirtæki aldrei myndu samþykkja þann óþarfa fjármagnskostnað sem fjármálaráðherra vill að íslenska ríkið greiði

Segir hluthafa í samkeppnisfyrirtæki aldrei myndu samþykkja þann óþarfa fjármagnskostnað sem fjármálaráðherra vill að íslenska ríkið greiði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segist taka ábyrgð á eigin mistökum – „Þýðir ekkert að bera fyrir mig veikindi og hlaupa upp á Vog“ 

Segist taka ábyrgð á eigin mistökum – „Þýðir ekkert að bera fyrir mig veikindi og hlaupa upp á Vog“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar hvalveiðimenn vaða uppi með rangfærslur og bull á RÚV

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar hvalveiðimenn vaða uppi með rangfærslur og bull á RÚV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Einar hafa sýnt sitt rétta andlit í gær og hverra hagsmuna hann gæti – „Slíkar varnir hafa ekki sést lengi“

Segir Einar hafa sýnt sitt rétta andlit í gær og hverra hagsmuna hann gæti – „Slíkar varnir hafa ekki sést lengi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skipulagsbreytingar hjá RARIK – framkvæmdastjórum fjölgar um tvo

Skipulagsbreytingar hjá RARIK – framkvæmdastjórum fjölgar um tvo
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reykjavíkurborg býður út skuldabréf með sömu skilmálum og var ekki gengið að í ágúst

Reykjavíkurborg býður út skuldabréf með sömu skilmálum og var ekki gengið að í ágúst