fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Eyjan

Púðrinu eytt í ESB

Egill Helgason
Mánudaginn 5. janúar 2009 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef alla tíð verið frekar Evrópusinnaður. Kannski einfaldlega vegna þess að ég hef dvalið langdvölum í Evrópu og þóst skynja að Evrópusambandið virki ágætlega.

Og vegna þess að ég tel ekki sjálfgefið að friður og velmegun ríki í Evrópu um aldur og ævi.

Ég hef líka talið að staður okkar Íslendinga sé meðal Evrópuþjóða.

Hins vegar hef ég efasemdir um að Evrópuumræða sé jafn brýn núna og margir vilja vera láta.

Það ríkir neyðarástand í fjármálum Íslands. Evrópusambandið hefur enga skyndilausn á þessu.

Það tekur okkur mörg ár að uppfylla skilyrði um upptöku evrunnar.

Að manni læðist jafnvel sá grunur að Evrópusambandið sé jafnvel notað til að leiða umræðuna á Íslandi frá einhverju öðru.

Að viss öfl kjósi að beina athyglinni að ESB til að fólkið fari ekki að hugsa um eitthvað sem er hættulegra fyrir ríkjandi valdhafa í stjórnmálum og fjármálalífi.

Þetta finnst mér ég greina hjá stjórnmálaflokkum, í sumum fjölmiðlum og hjá áhrifamönnum í viðskiptalífinu.

En það er ljóst að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins verður tekist hart á um Evrópumálin eins og reyndar er þegar gert í Evrópunefndum flokksins.

Manni skilst reyndar að ástandið þar inni sé slíkt að grandvart fólk sem kemur þangað á fundi til að ræða málin megi sitja undir ásökunum um að sitja á svikráðum við þjóðina.

Á landsfundinum gæti beinlínis soðið upp úr.

Forysta flokksins er greinilega orðin áhyggjufull. Geir Haarde er allt í einu farinn að tala fyrir leið sem Framsóknarflokkurinn greip til tímabundið þegar hann var í hvað mestum vandræðum með Evrópumálin – tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fyrst um hvort eigi að ganga til viðræðna um aðildarsamning og síðan um aðildarsamninginn sjálfan.

Þetta er merkilegur viðsnúningur hjá Sjálfstæðisflokknum sem helst hefur aldrei viljað halda þjóðaratkvæðagreiðslur um nein mál.

Ingibjörg Sólrún grípur þetta á lofti og segir eðlilegt að halda þingkosningar í tengslum við atkvæðagreiðslu um hvort sækja eigi um aðild.

Það er varla óeðlileg krafa. Svona fyrst þjóðin er að ganga til kosninga. Það er ekki eins og ríkisstjórnin hafi sérlega skýrt umboð nú eftir hrunið. Engan rekur minni til að hafi verið minnst á það í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar að stefnt skyldi að efnahagshruni.

Þá kemur Þorgerður Katrín fram og segir að óeðlilegt sé að efna til tvennra þingkosninga með stuttu millibili.

Hugmynd hennar er semsagt sú að bíða með þingkosningar þangað til komið er í ljós hvað kemur út úr aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Þangað til gætu liðið allnokkur ár.

Eða hvað?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sósíalistaflokkinn vera í útrýmingarhættu – „Sjálfskipaðir forystumenn sitja ævilangt“

Segir Sósíalistaflokkinn vera í útrýmingarhættu – „Sjálfskipaðir forystumenn sitja ævilangt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trausti getur ekki þagað lengur og lýsir framkomu Gunnar Smára í sinn garð – „Þegar ég lít til baka sé ég hvernig þetta virkaði“

Trausti getur ekki þagað lengur og lýsir framkomu Gunnar Smára í sinn garð – „Þegar ég lít til baka sé ég hvernig þetta virkaði“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!