fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Morgunpressan um Vilhjálm

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. febrúar 2008 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

villi2.jpg

Það verður seint sagt að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sé að fá mikinn stuðning í blöðunum sem maður las í morgun.

Morgunblaðið segir í leiðara að vandinn í borgarstjórn sé óleystur:

„Sjálfstæðismenn í Reykjavík gera ekki þá kröfu til Vilhjálms að hann hrekist úr starfi vegna framgöngu fjölmiðla. Þeir gera helur ekki þá kröfu að hann láti pólitíska andstæðinga hrekja sig úr starfi.

En þeir gera þá kröfu að hann hafi heill og hag Sjálfstæðisflokksins í fyrirrúmi.“

Ólafur Þ. Stephensen skrifar í leiðara 24stunda að Vilhjálmur hafi ekkert bætt stöðu sína á blaðamannafundinum í gær:

„Það er hugsanlegt að á næstu mánuðum takist Vilhjálmi að endurvinna það traust, sem hann hefur glatað. Það er hins vegar erfitt verkefni úr því sem komið er. Ef „gamli góði Villi“ á að eiga afturkvæmt verður hann fyrst og fremst að leggja spilin á borðið og sannfæra fólk um að hann segi alltaf satt og rétt frá.“

Týr – sjálfstæðismaður sem er blár í gegn – skrifar í Viðskiptablaðið undir fyrirsögninni Í guðs bænum farðu og segir að erindisleysan á blaðamannafundinum hafi verið algjör:

„Tíðindaleysið var samt ekki algert. Frama að þeirri stundu hafði ráðleysið, dómgreindarskorturinn og veruleikafirringin aðeins verið skrifað á Vilhjálm, þó margir væru farnir að undrast aðgerðaleysi Geirs H. Haardes, flokksformanns. Á fundinum sagði Vilhjálmur hins vegar að hann nyti stuðnings formannsinins og annarra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúarnir þurfa þá að svara þeirri spurningu hvort þeim finnist allt í lagi að oddviti sinn greini rangt frá atburðarás í hápólitísku máli, reyni í kjölfarið að afvegaleiða almenning og fá borgarlögmann til að hylma yfir með sér.

Sérstaka athygli vekur hins vegar að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi í gær – þrátt fyrir orð Vihjálms um stuðning hans – ekki lýsa yfir stuðningi við Vilhjálm þegar fréttamenn leituðu eftir því í gær. Hversu langt frá veruleikanum getur Vilhjálmur vikið?“

Margir hafa líka vísað í bloggfærslu Björns Bjarnasonar þar sem hann segir, nokkuð undir rós, en þó þannig að það miskilst varla:

„Eftir athöfnina fór ég í beina útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 og höfðu spyrjendur mestan áhuga á að vita, hvað mér þætti um atburði dagsins í brogarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Svaraði ég eftir bestu getu og lauk samtali okkar á því, að kannski hefði verið gott fyrir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson að geta hringt í 112 til að fá pólitíska ráðgjöf eða hjálp. Minnti ég, að helsti boðskapur dagsins að þessu sinni væri einmitt að hringja strax í stað þess að eyða tíma í að velta fyrir sér, hvort maður ætti að hringja.“

Þetta er það sem hægri pressan segir. Þá er hægt að grípa niður í bakþanka Karenar D. Kjartansdóttur í Fréttablaðinu. Hún rifjar upp ummæli Vilhjálms Þ. frá þeim tíma er Þórólfur Árnason sagði af sér sem borgarstjóri:

,,Það er mjög alvarlegt mál þegar stjórnmálamenn segja ekki satt og rétt frá. Ég get einfaldlega sagt það að ef ég væri staðinn að svona löguðu þá myndi ég segja af mér. Hann verður hins vegar að gera þetta þetta sjálfur upp við sína samvisku.“

Svo er loks að nefna viðtalið við Ólaf F. Magnússon í Kastljósi í gær. Ég held ég hafi aldrei séð viðtal þar sem andlagið – semsé svarandinn – svarar öllum spurningum frumlagsins – spyrjandans – með sömu frösunum sem hann endurtók aftur og aftur.

„Málefnasamningurinn er góður. Verkin tala.“

Brynju var vorkunn. Ólafur var búinn að skella í lás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus