Laugardagur 07.desember 2019

„Hatrið er enn til staðar“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. september 2019 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að forysta Framsóknarflokksins og Miðflokksins eigi ekki í neinum óformlegum þreifingum á bak við tjöldin varðandi sættir, líkt og ýjað hefur verið að á síðum samfélagsmiðla undanfarið. Sú kenning hefur heyrst að orkupakkamálið og önnur mál sem þessir keimlíku flokkar geti sameinast um hugmyndafræðilega, hafi orðið til þess að bæta samskiptin milli forystumanna flokkanna og séu jafnvel undanfari sögulegra sátta, en sem kunnugt er þá var Miðflokkurinn stofnaður í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson náði ekki endurkjöri sem formaður Framsóknarflokksins árið 2016, í kjölfar Wintris-málsins og Panama-skjalanna. Var Sigurður Ingi Jóhannsson kjörinn formaður með 52% atkvæða og stormaði Sigmundur út úr Háskólabíó þegar úrslitin lágu ljós fyrir. Hefur andað köldu milli þeirra síðan.

Eyjan hefur hinsvegar eftir ónafngreindum heimildamönnum sínum innan flokkanna, að slíkar sögusagnir séu víðsfjarri sannleikanum og enn sé ansi grunnt á því góða þarna á milli. Ekki bæti úr skák Klaustursmálið, hvar Miðflokksmenn sögðust ætla að „hjóla“ í vonarstjörnu Framsóknarflokksins sem spáð er formennskuhlutverki þar innan skamms, Lilju Alfreðsdóttur. Miðflokksmenn töldu að hún hefði ekki sýnt því neinn áhuga að „tengjast“ Miðflokknum, því væri um hefndaraðgerð að ræða.

Sagði Sigmundur sjálfur í Klausturs-upptökunum að hann gæti sjálfum sér um kennt, en hann skipaði Lilju utanríkisráðherra. Sagði hann Lilju ekki treystandi, hún spilaði á karlmenn eins og kvenfólk kynni. Einnig voru höfð önnur afar ósmekkleg ummæli um Lilju, sem verða ekki endurtekin hér, en ljóst er að allar meintar sáttatilraunir þarna á milli eru úr lausu lofti gripnar, eða líkt og einn framsóknarmaður orðaði það við Eyjuna: „Hatrið er enn til staðar.“

Það verður hinsvegar áhugavert að sjá hvernig spilast úr niðurstöðum næstu Alþingiskosninga, þar sem Miðflokkurinn mælist um og yfir kjörfylgi sínu síðustu misserin, eftir mikla lægð í kjölfar Klausturmálsins. Er hann nú stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi og sagður í kjörstöðu til ríkisstjórnarmyndunar, en það hefur gjarnan verið hlutskipti Framsóknarflokksins, sem mælst hefur á svipuðum slóðum í fylgi, þangað til í könnun Fréttablaðsins í dag, þar sem flokkurinn fær aðeins 6.2%.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar er ekki loku fyrir það skotið að ásýnd Miðflokksins „stórbatni“ eftir næstu Alþingiskosningar, þar sem óánægju gætir meðal stórs hóps í baklandinu með þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, en þeir þóttu hvað orðljótastir í Klausturmálinu og iðrun þeirra vart merkjanleg. Er talið að þeim verði refsað í prófkjörum þegar þar að komi og nýtt fólk fengið inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 9 klukkutímum

Watford búið að ráða stjóra – Mættur aftur í úrvalsdeildina

Watford búið að ráða stjóra – Mættur aftur í úrvalsdeildina
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“
433
Fyrir 9 klukkutímum

Mourinho hatar að tapa og kenndi honum það

Mourinho hatar að tapa og kenndi honum það
Bleikt
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum fangi nefnir fimm vinsælustu vörurnar í fangelsi: „Ef það var uppselt brutust út slagsmál“

Fyrrum fangi nefnir fimm vinsælustu vörurnar í fangelsi: „Ef það var uppselt brutust út slagsmál“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

228 handteknir í tengslum við rannsókn á peningaþvætti

228 handteknir í tengslum við rannsókn á peningaþvætti
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ritstjóri Stundarinnar svarar skipstjóra Samherja: „Beitir þeirri aðferð að vega að trúverðugleika annars fólks“

Ritstjóri Stundarinnar svarar skipstjóra Samherja: „Beitir þeirri aðferð að vega að trúverðugleika annars fólks“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allegri segist vera að bíða og tekur ekki við Arsenal

Allegri segist vera að bíða og tekur ekki við Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Sito aftur í ÍBV
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Brynja skipuð framkvæmdastjóri í stað „dónans“ á Biskupsstofu

Brynja skipuð framkvæmdastjóri í stað „dónans“ á Biskupsstofu