fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Fastir pennar

Alls ekki tala um Bjarna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 13:38

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Thor Fanndal skrifar: 

„Íslandsdeild Transparency International harmar hvernig tilraunir til siðbóta eru endurtekið misnotaðar og jafnvel beitt gegn almenningi svo tefja megi kröfur um ábyrgð,“ segir í ályktun sem samtökin sendu frá sér í kjölfar sölu fjármálaráðherra á rúmlega tuttugu prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þessi hluti ályktunarinnar flaug mér strax í hug þegar formenn stjórnarflokkanna þriggja tilkynntu þá ákvörðun sína að leggja ætti niður Bankasýslu ríkisins. Útspilið er svo augljós tilraun til að redda Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherra og ábyrgðarmanni bankasölunnar, með því að skella nokkrum mislægum gatnamótum á augljósa ábyrgðarkeðju.

„Aðhald, siðareglur, eftirlitsstofnanir, þingnefndir og lög og vinnureglur eru til að formfesta ábyrgð en ekki til að tefja, þvæla og blekkja. Í hvert sinn sem alvarleg mál koma upp þarf almenningur að sitja undir viðbrögðum stjórnarþingmanna sem virðast hafa það eina markmið að kæfa gagnrýni, búa til ný viðmið ábyrgðar og draga athygli kjósenda frá kjarna málsins. Með þessu móti eru dregnar tennurnar úr tilraunum til umbóta,“ segir enn fremur í ályktuninni. Það er nefnilega svo að Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er ansi kræf þegar kemur að því að ræna orðræðu ábyrgðar og nota gegn umbótasinnuðum almenningi.

Einn maður ber umfram aðra ábyrgð á því hvernig eign almennings á Íslandsbanka var komið í hendur á hópi valinna fjárfesta. Það er Bjarni Benediktsson. Þar liggur bæði pólitísk og lagaleg ábyrgð. Hann heimilar söluna, samþykkir ramma sölunnar, sækir umsögn þingnefnda og getur gert breytingar í samræmi við viðvaranir. Þá er það að lokum hann sem samþykkir söluna og skrifar undir sölusamninga.

Fulltrúar meirihlutans hafa undanfarið misnotað orðræðu umbóta til þess eins að þyrla upp ryki. Þannig tala þau um að velta við hverjum steini en hafna svo öllum tækifærum til að komast að hinu sanna.

Skýrasta dæmið er andstaðan við skipan rannsóknarnefndar. Ríkisstjórnarflokkarnir eru þau sem það stoppa – enginn annar. Þess í stað skal Ríkisendurskoðun gera úttekt að beiðni og á forsendu framkvæmdavaldsins. Þrátt fyrir að vitað sé að stofnunin hefur ekki jafn víðtækar heimildir og rannsóknarnefnd. Einmitt það varð þess valdandi að Ríkisendurskoðun gaf út tvö fölsk heilbrigðisvottorð á einkavæðingu bankanna sem leiddi til hrunsins. Þetta er svo augljós tilraun til yfirhylmingar án þess að viðurkenna það markmið.

Þegar þetta bítur ekki koma þrír ráðherrar og formenn stjórnarflokkanna sér saman um að leggja niður Bankasýslu ríkisins og breyta lögum um sölumeðferð bankanna. Aftur er löggjafanum haldið utan málsins. Þrír ráðherrar ákveða þetta saman yfir páska, Allt er gert til að koma í veg fyrir að þingið geti sinnt eftirlitshlutverki sínu á forsendum löggjafans en ekki framkvæmdavaldsins.

Leikurinn snýst um að flækja ábyrgðarkeðjuna. Þetta er nákvæmlega sami leikur og meirihlutinn spilaði í Landsréttarmálinu. Þar var ábyrgð ráðherra skýr fyrir öllum nema stjórnarmeirihlutanum. Í stað þess að axla þá ábyrgð reyndi ráðherra að klína sökinni á valnefndina, þingið og jafnvel forseta. Meirihlutinn tók undir á öllum stigum. Í hverju skrefi var sönnunarbyrðin endurskilgreind svo hallaði á almenning. Skjaldborg var slegin um ráðherra. Að lokum var ríkið rasskellt af Mannréttindadómstóli Evrópu.

Fyrr má leggja niður stofnun, breyta lögum, spila með Ríkisendurskoðun og halda þinginu utan eftirlitsins en viðurkenna hið augljósa; fjármálaráðherra er ekki stætt eftir að hafa selt pabba sínum og viðskiptafélögum úr hruninu hlut í Íslandsbanka, á afslætti, í útboði með takmörkuðu aðgengi eftir að hafa vanrækt skyldu sína og hunsað viðvaranir.

 

Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: „Woke“, opinberar syndajátningar og gagnsleysi dyggðaflöggunar

Björn Jón skrifar: „Woke“, opinberar syndajátningar og gagnsleysi dyggðaflöggunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Upprás næstu stjórnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Upprás næstu stjórnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Hinir friðsömu Íslendingar

Björn Jón skrifar: Hinir friðsömu Íslendingar
EyjanFastir pennar
03.09.2023

Björn Jón skrifar: Að láta reka á reiðanum

Björn Jón skrifar: Að láta reka á reiðanum
EyjanFastir pennar
02.09.2023

Sigmundur Ernir skrifar: Dómurinn yfir bankakerfinu

Sigmundur Ernir skrifar: Dómurinn yfir bankakerfinu
EyjanFastir pennar
24.08.2023

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunsæ undirstaða mannúðarstefnu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunsæ undirstaða mannúðarstefnu
EyjanFastir pennar
20.08.2023

Björn Jón skrifar: Það sem Ásgeir sagði á Hólum

Björn Jón skrifar: Það sem Ásgeir sagði á Hólum
EyjanFastir pennar
15.08.2023

Svarthöfði skrifar: Er líkt komið á með jafnöldrunum?

Svarthöfði skrifar: Er líkt komið á með jafnöldrunum?
EyjanFastir pennar
13.08.2023

Björn Jón skrifar: Að leita upprunans

Björn Jón skrifar: Að leita upprunans