fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður til stuðnings inngöngu Íslands í ESB. Hann segir jafnframt að stjórnmálafræðingar sem eru kallaðir til sem álitsgjafar fjölmiðla séu svo miklir ESB-sinnar að það liti álitin sem þeir gefa. Nefnir hann þar til sögunnar Eirík Bergmann Einarsson.

Guðlaugur var í viðtali á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um fund utanríkismálanefndar í gær, sem stjórnarandstaðan fór fram á vegna ummæla sem féllu í heimsókn Ursulu van del Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í síðustu viku.  Guðlaugur segir fundinn hafa staðfest að ríkisstjórnin væri með hræðsluáróður í tengslum við ESB-umræðuna. Tvennt vakti mesta athygli í ummælum von Leyen, annars vegar fullyrðing hennar um að aðildarumsókn Íslands að ESB frá 2009 væri í gildi. Hins vegar að hún boðaði aukið varnarstamstarf milli Íslands og ESB. Þáverandi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, afturkallaði umsóknina með bréfi til ESB en deilt er um hvort það hafi verið nægjanleg aðgerð til að óvirkja umsóknina. Guðlaugur segir að engin umræðu hafi verið um það síðustu tíu árin að Ísland væri umsóknarland að ESB og augljóslega sé þetta komið frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar.

Um meintan hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar sagði Guðlaugur:

„Af því að öryggis- og varnarmál eru gríðarlega mikilvæg, ég lagði höfuðáherslu á þetta þegar ég var utanríkisráðherra, við settum aftur upp varnarmálaskrifstofuna, við vorum með stærstu heræfingar í sögunni, mestu framkvæmdir sem nokkurn tíma hafa verið í varnarmannvirkjum og svo framvegis, þannig að þetta var alveg höfuðmál. Lítill áhugi á þessu. Núna er fólk búið að átta sig á því illu heilli, og  það kemur ekki til af góðu, við verðum að sinna þessum málum betur. Það tengist ekki ESB og að leggja þetta upp þannig, eins og var gert, að núna þyrftum við út af öryggis- og varnarmálum einhvern veginn að vera í ESB, það stenst enga skoðun. Það er hræðsluáróður. Og það er hræðsluróður sömuleiðis að það er forseti í Bandaríkjunum, sem er mjög umdeildur og margir hafa áhyggjur af, og að við þurfum að ganga inn í ESB út af því. Hann hættir einn daginn, sko. Hundrað prósent.“

Guðlaugur segir ennfremur að hin svokallaða „Kíkja-í-pakkann“ umræðað um ESB sé úti á túni.

„Það hefur ekkert breyst varðandi Evrópusambandið, Evrópusambandið er það sem það er. Og það er vont að sérfræðingarnir sem eru alltaf kallaðir til eru svo miklir ESB-sinnar að þeir segja ekki hlutina eins og þeir eru,“ segir Guðlaugur og að þegar útlendingur sem býr innan Evrópsambandsins heyri af þessari umræðu þá „hann borfir bara á þig og veit ekki um hvað þú ert að tala.“

Viðtalið má hlýða á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Birnir Breki til ÍA
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin