fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Eyjan
Laugardaginn 19. júlí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir segir í pistli í Morgunblaðinu í dag að Samfylkingin þurfi að gæta sín á því að fyllast ekki sama hroka og einkennir Sjálfstæðisflokkinn. Djúp óánægja sé með störf borgarstjórnarmeirihlutans í sumum hverfum borgarinnar og þar hafi íbúar á tilfinningunni að ekki sé hlustað á raddir þeirra.

„Það er ekki gott þegar helstu frétt­ir af verk­um meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur snú­ast að stór­um hluta um að hún sé að gera fólki lífið erfiðara en það þyrfti að vera. Ótal frétt­ir þessa efn­is hafa birst und­an­farið og verða ekki flokkaðar sem áróður and­stæðinga meiri­hlut­ans í borg­inni.

Fólk sem einu sinni gat lagt bíl sín­um við heim­ili sitt get­ur það ekki leng­ur. Það er verið að þétta byggð á skringi­leg­ustu stöðum um leið og ýtt er und­ir ljót­leika. Það á að byggja eða er verið að byggja íbúðir með eng­um eða ör­fá­um bíla­stæðum, jafn galið og það nú er. Svo er græna gíma­ldið vit­an­lega ógleym­an­leg mis­tök. Íbúar kvarta en meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn svar­ar yf­ir­leitt að svona sé þetta nú bara og engu sé hægt að breyta.“

Segir Kolla og bendir á skoðanakönnun þess efnis að djúp gjá sé á milli kjósenda í vestur- og austurhluta borgarinnar þegar kemur að fylgi flokka:

„Í út­hverf­um hef­ur Sam­fylk­ing­in lítið fylgi á meðan kjós­end­ur í miðbæ og Vest­ur­bæ virðast ánægðir með hana. Sam­fylk­ing­in hef­ur verið æði lengi við völd í borg­inni og hef­ur ekki sýnt því áber­andi áhuga að þjóna íbú­um í út­hverf­um Reykja­vík­ur sóma­sam­lega. Gagn­rýni íbúa þess­ara svæða á ýms­ar ákv­arðanir í borg­ar­kerf­inu hef­ur staðið lengi og verið hörð. Varla staf­ar hún af því að íbú­ar þar séu geðverri og vanþakk­lát­ari en íbú­ar í miðbæ og Vest­ur­bæ.“

Kolla segir að fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn þurfi að hitta fólkið sem kvartar undan samskiptaleysi við borgaryfirvöld. Því fólki líði eins og ekki sé hlustað á það en fyrir tilverknað fjölmiðla komist umkvörtunarefni þeirra á framfæri. Hún segir ennfremur:

„Það er ekk­ert óskap­lega hollt fyr­ir einn og sama stjórn­mála­flokk­inn að vera lengi við völd. Menn fara að vera ánægðir með sig, líta jafn­vel svo á að þeir eigi viss­an rétt á völd­um og öðrum sé alls ekki treyst­andi til að stjórna. Þetta viðhorf get­ur brot­ist út í taum­lausri frekju eins og und­an­farið hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um þar sem ákveðinn hóp­ur er bein­lín­is að tryll­ast vegna þess að flokk­ur­inn er ekki leng­ur í rík­is­stjórn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 5 dögum

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?