fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Eyjan

„Þetta var kannski viðbúið, en ekki eru þetta gleðitíðindi“

Eyjan
Mánudaginn 2. júní 2025 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var kannski viðbúið, en ekki eru þetta gleðitíðindi,“ segir Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands, um fylgistap flokksins í nýrri skoðanakönnun.

Gunnar Smári stofnaði flokkinn ásamt fleirum fyrir átta árum síðan en hallarbylting átti sér stað á aðalfundi flokksins á dögunum þar sem að aðilar sem hafa talað mikið gegn Gunnari Smára náðu völdum.

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup mælist Sósíalistaflokkurinn með 3,5 prósenta fylgi. Flokkurinn mældist í síðasta þjóðarpúlsi með 4,7 prósent, í byrjun apríl mældist fylgið 5,4 prósent og í febrúar var fylgið 6,2 prósent.

Gunnar Smári spáir því að fylgið eigi eftir að minnka enn frekar. Hann skrifar inn á hóp Sósíalistaflokksins á Facebook, Rauða þráðinn:

„Sósíalistaflokkurinn mældist með 6,2% fylgi í könnun Gallup fyrir febrúarmánuð þegar herferð yfirtökuhópsins, sem náði völdum í flokknum um síðustu helgi, hófst. Nú mælist fylgið 3,5%. Í fyrsta sinn um langan tíma mælist fylgi Vg meira en Sósíalista og Píratar eru skammt undan. Sósíalistar missa mest fylgi milli mánaða, fara úr 4,7% í 3,5% og ætla má að niðursveiflan sé meiri síðustu vikuna sem mæld var, eftir aðalfund flokksins, en mælingin náði yfir allan maímánuð. Ef það er rétt má reikna með að fylgi flokksins mælist miklu neðar í næstu mælingu Gallup.“

Hann skrifar í athugasemd að það sé viðbúið að yfirtökufólkið finni leið til að kenna honum um þessa þróun.

„Að þetta sé allt mér að kenna og öðru fólki sem byggði upp þennan flokk“

Gunnar skrifar á sinn eigin Facebook-vegg að þetta hafi verið viðbúið þó að ekki sé um gleðitíðindi að ræða. Hann s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður: Undarlegt að kveinka sér undan því að þurfa að mæta til vinnu – ekkert nýtt að veiðigjöldum sé breytt

Þorbjörg Sigríður: Undarlegt að kveinka sér undan því að þurfa að mæta til vinnu – ekkert nýtt að veiðigjöldum sé breytt
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Margur verður af aurum api

Óttar Guðmundsson skrifar: Margur verður af aurum api
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Einar og Sigurð Inga þurfa að viðurkenna eigin vanmátt – „Hversu lengi ætlar flokkurinn að sökkva án þess að grípa í neyðarhemilinn?“

Segir Einar og Sigurð Inga þurfa að viðurkenna eigin vanmátt – „Hversu lengi ætlar flokkurinn að sökkva án þess að grípa í neyðarhemilinn?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Enn eru fornmenn á ferð

Enn eru fornmenn á ferð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segist þreyttur á skítadreifurum Sjálfstæðisflokksins – „Eina sem núverandi dómsmálaráðherra gerði var að þrífa upp“

Segist þreyttur á skítadreifurum Sjálfstæðisflokksins – „Eina sem núverandi dómsmálaráðherra gerði var að þrífa upp“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Formaður Samtaka í sjávarútvegi segir af sér – klofningur í röðum sægreifa vegna hroka og græðgi sumra þeirra

Orðið á götunni: Formaður Samtaka í sjávarútvegi segir af sér – klofningur í röðum sægreifa vegna hroka og græðgi sumra þeirra