fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Eyjan

Heimir Már til liðs við Ingu Sæland og Flokk fólksins

Eyjan
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 15:07

Heimir Már Pétursson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Már Pétursson, sjónvarpsmaður, er nýr framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins. Frá þessu greinir Vísir í frétt en Heimir Már hefur um árabil starfað á fréttastofu Stöðvar 2  og Bylgjunnar sem er hluti af fjölmiðlum Sýnar, líkt og netmiðillinn öflugi.

Í fréttinni kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Heimir starfar á vettvangi Alþingis en hann starfaði sem  framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins á árunum 1996 til 1999.

Þá hefur Katrín Viktoría Leva verið ráðin sem lögfræðingur þingflokksins.

Katrín Viktoría Leva

Katrín lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og ML-prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2014. Hluta meistaranámsins stundaði hún við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Árið 2020 hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ofstæki og heift ræður för – Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum

Orðið á götunni: Ofstæki og heift ræður för – Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Hver tekur við af Ásthildi Lóu sem mennta- og barnamálaráðherra?

Könnun – Hver tekur við af Ásthildi Lóu sem mennta- og barnamálaráðherra?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar ráðinn til Símans

Fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar ráðinn til Símans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti