fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Eyjan

„Við höfum verið teymi kyndilbera grænnar borgarþróunar“

Eyjan
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, mátti í gær og í síðustu viku sjá á eftir fulltrúum í borgarstjórn og umhverfis- og skipulagsráði.

Í færslu sem Dóra Björt skrifaði í gær þakkar hún Pawel Bartoszek samstarfið í umhverfis- og skipulagsráði en hann sat þar sinn síðasta fund í gær og sest nú á þing fyrir Viðreisn. 

„Í dag sat Pawel Bartoszek sinn síðasta fund í umhverfis- og skipulagsráði en þar höfum við verið dýnamískt dúó og starfað afar vel saman síðustu ár sem formaður og varaformaður.“ 

Dagur B Eggertsson sat sinn síðasta borgarstjórnarfund í síðustu viku, en hann sest nú á þing fyrir Samfylkinguna.

„Í síðustu viku var svo síðasti borgarstjórnarfundur Dags B. Eggertssonar en með þeim tveimur hef ég unnið náið í á sjöunda ár í meirihluta borgarstjórnar síðan 2018. Við höfum verið teymi kyndilbera grænnar borgarþróunar í þágu valfrelsis um ferðamáta, bættra loftgæða og skemmtilegri og öruggari borgar og okkar samstaða um þessi mál hefur verið dýrmæt og mikilvæg í veigamiklum málum.

Ég vil þakka þeim kærlega fyrir samstarfið og vináttuna og óska þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi okkur öllum til hagsbóta. Ég missti gott fólk á þingi í síðustu kosningum en ég veit að ég get treyst á þessa tvo sem fengu sæti fyrir framsýnni og umhverfismiðaðri nálgun og er þakklát fyrir það.“ 

Kalla má kveðjuorð Dóru Bjartar um kyndilbera grænnar borgarþróunar kómísk í ljósi þess að Dagur og Pawel skilja borgarstjórn eftir með mál græna gímaldsins við Álfabakka, vöruhús sem íbúar, arkitektar og sérfræðingar eru margir sammála um að sé alls ekki græn eða góð borgarþróun.

Ákveðið hefur verið að gera stjórnsýsluúttekt á málinu og hvernig græna gímaldið reis að því er virðist á einni nóttu öllum að óvörum, en úttektin stöðvar ekki framkvæmdir eða för Dags og Pawels úr Ráðhúsinu yfir í Alþingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin fær byr í seglin – Sjálfstæðisflokkurinn nötrar í aðdraganda landsfundar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin fær byr í seglin – Sjálfstæðisflokkurinn nötrar í aðdraganda landsfundar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkjamenn styðja ekki fyrirætlanir Trump varðandi Grænland – Getur gert hann óútreiknanlegan að mati sérfræðings

Bandaríkjamenn styðja ekki fyrirætlanir Trump varðandi Grænland – Getur gert hann óútreiknanlegan að mati sérfræðings