fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Eyjan

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. janúar 2025 09:11

Sigríður Á. Andersen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, varð á sunnudag Íslandsmeistari í bekkpressu á Íslandsmóti Kraftlyftingasambands Íslands.

„Við mættum stór hópur frá Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur. Sumir kepptu bæði í klassískri bekkpressu og skelltu sér svo í búnað eftir hádegi. Mörg persónuleg met voru slegin og sex Íslandsmethafar í klassíska hópnum okkar, þ.á m. ég. Mér tókst að slá rúmlega ársgamalt Íslandsmet sem stóð í 66,5 kg,“ segir Sigríður í færslu á Facebook.

Segist hún hafa haft áhyggjur þar sem hún mætti kvöldinu áður á þorrablót KR. „Ég hafði í morgun áhyggjur af hálfu kílói eða svo af súrmat sem ég torgaði á þorrablóti KR (Vesturbæjar) í gærkvöld. Það kom þó ekki að sök er ég steig á vigtina á Íslandsmóti Kraftlyftingasambandsins kl. 8 í morgun. Ég missti ekki keppnisréttinn á Íslandsmótinu í klassískri bekkpressu sem fór fram í dag, eins og ég hafði óttast.“

Lyfti hún fyrst 62,5 kílóum, því næst 65 kílóum „sem ég hafði gert á innanfélagsmóti á kjördag og var mitt persónulega met. Bætti svo Íslandsmetið um hálft kíló. Það stendur því í 67 kg þar til þið sláið það, eða ég.“

Sigríður segir mótið sem haldið var af Breiðabliki hafa verið það fjölmennasta hingað til, ungir og aldnir hafi mætt og keppt.

„Sumir kepptu bæði í klassískri bekkpressu og skelltu sér svo í búnað eftir hádegi. Mörg persónuleg met voru slegin og sex Íslandsmethafar í klassíska hópnum okkar, þ.á m. ég. Mér tókst að slá rúmlega ársgamalt Íslandsmet sem stóð í 66,5 kg. Sumum æfingafélaga minna þótti ekki nóg að slá Íslandsmet einu sinni á mótinu heldur bættu eigin Íslandsmet. Það er kraftur í þessum konum í KFR.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir þvaður og áróður um húsnæðisvandann á Íslandi – „Það er búið að mata þessa mýtu“

Gagnrýnir þvaður og áróður um húsnæðisvandann á Íslandi – „Það er búið að mata þessa mýtu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilmundur skrifar: Sofðu betur, náttúrulega!

Vilmundur skrifar: Sofðu betur, náttúrulega!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Óskandi að Flokkur fólksins fari að sýna það í verki að þau skilji þá ábyrgð sem fylgir því að vera við völd“

„Óskandi að Flokkur fólksins fari að sýna það í verki að þau skilji þá ábyrgð sem fylgir því að vera við völd“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið