fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Þórkatla skilar 18 milljarða tapi – Endurskoðendur segja óvissu ríkja um rekstrarhæfi félagsins

Eyjan
Þriðjudaginn 30. september 2025 19:30

Frá Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignafélagið Þórkatla ehf., sem stofnað var af ríkinu til að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík, skilaði 18,3 milljarða króna tapi á sínu fyrsta rekstrarári 2024. Tapinu veldur að mestu leyti virðisrýrnun fasteigna félagsins, sem metin var á 16,7 milljarða króna. Samkvæmt ársreikningi var gangvirði eignanna í árslok 53,8 milljarðar króna, en heildarkaupverð þeirra hafði verið um 70,6 milljarðar.

Þórkatla hafði í árslok gengið frá kaupum á 925 í Grindavík. Þar sem jarðhræringar á svæðinu halda áfram hefur félagið hvorki hafið leigu né sölu eigna. Það hefur þó boðið upp á svonefnda hollvinasamninga, sem heimila fyrri eigendum takmörkuð afnot af húsnæðinu. Félagið áætlar að hefja útleigu þegar talið verður öruggt að dvelja í bænum, en sölutekjur gætu orðið aðaltekjustofninn eftir nokkur ár.

Rekstrarútgjöld Þórkötlu á árinu námu tæpum hálfum milljarði, þar af 222 milljónir í aðkeypta sérfræðiþjónustu og 64 milljónir í laun. Þar af voru laun og hlunnindi framkvæmdastjórans, Örns Viðars Skúlasonar, 17,9 milljónir króna í fyrri og laun og hlunnindi stjórnarmanna voru 5,3 milljónir króna. Áætlaður kostnaður fyrir árið 2025 er nærri einum milljarði króna.

Ríkisendurskoðun, sem endurskoðaði reikningana, veitti félaginu fyrirvaralausa áritun en benti á verulega óvissu um rekstrarhæfi. Félagið var með neikvætt veltufé upp á 1,15 milljarða króna í árslok og ekki var búið að ganga frá öllum fjármögnunarsamningum fyrir áritun reikningsins. Þá benti Ríkisendurskoðun einnig á að virðismat fasteignanna byggi á forsendum sem geta breyst hratt, meðal annars um goslok, söluverð og ávöxtunarkröfu.

Í árslok nam eigið fé Þórkötlu 20,6 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið var 38%. Skuldir félagsins námu 33,2 milljörðum, þar af 32 milljarðar í langtímalánum við ríkið, viðskiptabanka og lífeyrissjóði.

Framtíð félagsins er háð því hvenær jarðhræringum við Grindavík linnir og hvort markaður fyrir fasteignir í bænum myndast á ný. Í bjartsýnustu sviðsmyndinni er gert ráð fyrir að jafnvægi í fjárstreymi náist með leigu- og sölutekjum seinnihluta ársins 2026 eða á árinu 2027.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna