fbpx
Mánudagur 16.júní 2025
Eyjan

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Eyjan
Mánudaginn 5. maí 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, segir að borgarfulltrúar hafi almennt lítið sinnt margvíslegum hagsmunamálum Breiðhyltinga.

Vilhjálmur gerir stöðu mála í hverfinu að umtalsefni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Fáir borg­ar­full­trú­ar búa í Breiðholts­hverf­um. Það kann ásamt öðru að skýra áhuga­leysi margra þeirra á ýms­um hags­muna­mál­um íbúa Breiðholts­hverfa og frum­kvæðis­leysi í um­fjöll­un um mál­efni hverf­anna,” segir Vilhjálmur meðal annars.

Hann segir að það sem nú veki áhyggjur séu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á svæði nálægt ánum norðan Bakka- og Stekkjahverfis.

„Óljóst er hversu þétta byggð og háa er ráðgert að byggja þar en sú byggð mun valda enn frek­ari aukn­ingu á um­ferð norðan Bakka- og Stekkj­a­hverf­is,“ segir Vilhjálmur og bætir við að ekki liggi fyrir nákvæmlega hver afstaða borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins til fyrirhugaðrar uppbyggingar á þessu svæði er.

„Enn frem­ur er mik­il­vægt að hann efni til íbúa­fund­ar með íbú­um í Breiðholti, ekki síst í Bakka- og Stekkj­a­hverfi og Hólahverfi, og kynni þeim fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir og af­stöðu borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins til þess­ara fram­kvæmda,“ segir hann og brýnir sinn gamla flokk.

„Al­mennt þarf borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins að vera virk­ari í heim­sókn­um í ein­staka borg­ar­hluta, meðal ann­ars efna til al­mennra íbúa­funda þar sem hags­muna­mál viðkom­andi hverfa eru rædd – ekki ein­ung­is í fá­ein skipti á kjör­tíma­bil­inu held­ur miklu oft­ar. Ekki skal lítið gert úr því sem borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn hef­ur gert á þess­um vett­vangi, en gera má enn bet­ur,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þáttaskil í Evrópuumræðu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þáttaskil í Evrópuumræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Hvað mun sagan segja?

Thomas Möller skrifar: Hvað mun sagan segja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Grínverjinn og skautunin

Ágúst Borgþór skrifar: Grínverjinn og skautunin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóð vaknar en forsætisráðherra dormar áfram

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóð vaknar en forsætisráðherra dormar áfram
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er ekki í nestiskulnun

Nína Richter skrifar: Ég er ekki í nestiskulnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verkalýðsforstjórar kasta grjóti úr glerhúsi

Orðið á götunni: Verkalýðsforstjórar kasta grjóti úr glerhúsi