fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Eyjan

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Eyjan
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 07:00

Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ken Griffin er meðal þeirra sem veittu hæstu upphæðunum í kosningabaráttu Repúblikana á síðasta ári.  Hann gaf rúmlega 100 milljónir dollara í kosningabaráttu þeirra. Hann er lítt hrifinn af tilraunum Donald Trump til að stokka alþjóðaviðskiptakerfið upp.

Griffin, sem er forstjóri Citadel, ræddi málin á Semafor World Economy Summit í Washington í síðustu viku og sagði að tollastefna Trump, með að leggja á tolla og fresta þeim síðan, sé að eyðileggja Bandaríkin sem vörumerki sem hægt sé að treysta.

„Bandaríkin voru meira en bara þjóð. Þetta er vörumerki. Þetta er heimsþekkt vörumerki, hvort sem það er menningin okkar, fjárhagslegur styrkur okkar, hernaðarmáttur okkar. Við erum að eyðileggja þetta vörumerki núna,“ sagði hann að sögn CNN.

Hann líkti þessu við það þegar neytandi kaupir vöru vegna þess að hann treystir vörumerkinu. Á fjármálamörkuðunum sé ekkert vörumerki jafn þekkt og bandaríski ríkissjóðurinn, sterkur dollarinn og lánstraust ríkissjóðs. Ekkert vörumerki komist nærri þessu en nú sé verið að stefna þessu í hættu.

Trump og stjórn hans þurfa nú að takast á við hættumerki varðandi kreppu og hagfræðingar spá alvarlegum samdrætti í hagvexti í Bandaríkjunum. Uppsagnir eru hafnar í bíla- og tækniiðnaðinum og nýlega spáði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samdrætti í alþjóðaviðskiptum vegna stefnu Trump. Komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna hefur fækkað mikið.

En embættismenn stjórnarinnar segja að mörg erlend ríki, þar á meðal Kína, séu við það að beygja sig fyrir Bandaríkjunum og gera samning við stjórn Trump en hins vegar hafa engir slíkir samningar verið gerðir.

Meira að segja helsta bandalagsþjóð Bandaríkjanna, Kanada, hefur snúið baki við Bandaríkjunum. Mark Carney, forsætisráðherra, sagði í ræðu í mars að „gamla sambandinu við Bandaríkin sé lokið“ og að Bandaríkin séu „ekki lengur traustur bandamaður“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svandís boðar samstarf við aðra flokka

Svandís boðar samstarf við aðra flokka
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir það blasa við að „samstöðudans stjórnarmeirihlutans“ sé sérlega stirður milli tveggja flokka

Segir það blasa við að „samstöðudans stjórnarmeirihlutans“ sé sérlega stirður milli tveggja flokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag

YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tveggja turna tal

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tveggja turna tal
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þetta var kannski viðbúið, en ekki eru þetta gleðitíðindi“

„Þetta var kannski viðbúið, en ekki eru þetta gleðitíðindi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er Trump búinn að tapa sér endanlega? – Stórfurðuleg færsla hans um aftöku Biden

Er Trump búinn að tapa sér endanlega? – Stórfurðuleg færsla hans um aftöku Biden