fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati

Eyjan
Föstudaginn 10. janúar 2025 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska lággjaldaflugfélagið Play hefur sent íslenskum stjórnvöldum tillögur sínar að hagræðingu í opinberum rekstrum. Tillöguna má finna í Samráðsgátt hins opinbera en þar kemur fram að flugfélagið fagni framtakinu og að einfalt sé að spara tugi milljóna króna á ári með því að endurhugsa flugmiðakaup hins opinbera.

Tillögur Play eru tvær og hljóma svo:

1) Að ríkisstofnanir kaupi alltaf ódýrasta flugmiðann fyrir starfsmenn sem ferðast til og frá Íslandi
vegna vinnu.

2) Að fjárhagslegur ávinningur af vildarpunktafríðindum vegna slíkra ferðalaga renni til ríkisins, hins
eiginlega kaupanda flugmiðanna.

Í rökstuðningi með tillögunum er bent á að Play sé yfirleitt með hagstæðari verð en Icelandair en bjóði ekki upp á vildarpunktasöfnun. Eins og alþjóð veit renna punktarnir persónulega til starfsmanna og því hafi þeir hagsmuni af því að fljúga með Icelandair og láta hið opinbera borga hærra verð fyrir miðann.

„Margar aðrar ástæður geta legið að baki því að velja eitt flugfélag umfram önnur, t.d. brottfarartími, en persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati og leiðir til þess að ríkið greiðir mun hærri upphæð fyrir flugferðir opinberra starfsmanna en þörf krefur,“ segir í greinargerðinni.

Þá er dregið upp dæmi um flugferðir Alþingismanna árið 2023.

„Samkvæmt frétt Morgunblaðsins keypti Alþingi flugmiða af Icelandair fyrir 20,9 milljónir króna það árið en einungis fyrir 500 þúsund krónur af Play. Er munurinn ríflega fjörutíufaldur. Ekki er hægt að rökstyðja að verð, áfangastaðir eða flugtími Play réttlæti slíkan mun. Play flýgur til þeirra borga í Evrópu sem Alþingismenn ferðast mest til. Brottfarartímar Play til Evrópu eru að jafnaði um klukkustund fyrr á morgnanna sem ætti alls ekki að réttlæta dýrara val á flugsæti, sérstaklega ekki þegar farið er með fé skattborgara. Farmiðakaup Alþingismanna eru aðeins brot af heildarinnkaupum ríkisins á flugmiðum.“

Flugfélagið telji því ríkið geta sparað tugi milljóna með því  „að hætta að greiða einkaáskrift opinberra starfsmanna að óþarflega dýru vildarkerfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þennan vilja lesendur DV sjá sem leiðtoga Sjálfstæðismanna

Þennan vilja lesendur DV sjá sem leiðtoga Sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör