fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Eyjan

Bæjarstjóri Akureyrar útskýrir óheppilega mynd sem hefur vakið mikla lukku – „Ég var ekki handtekin“

Eyjan
Fimmtudaginn 5. september 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, áréttar í færslu á Facebook í dag að hún hafi ekki verið handtekin, þó svo að mynd sem var tekin af henni virðist sýna annað. Hún sé aðeins sek um að láta taka af sér vondar myndir. Færsla bæjarstjórans hefur vakið töluverða athygli en mbl.is vakti athygli á málinu.

Á téðri mynd má sjá Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóra Norðurlands eystra þunga á svip. Ásthildur gengur á eftir henni, líka brúnaþung, og loks má sjá tvo lögreglumenn.

Við fyrstu sýn virðist sem Ásthildur sé handjárnuð með hendur fyrir aftan bak.

„Ég var ekki handtekin af vinkonu minni Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra þó það líti út fyrir það,“ skrifar bæjarstjóri og bætir við hlæjandi tjákni. „Hef hins vegar sérstakt lag á að láta taka af mér vondar myndir,“ bætir hún við og útskýrir svo að þær hafi verið að ræða alvarlegt mál og því var þungt yfir hópnum.

Páley segir í athugasemd hins vegar að myndin sé geggjuð og sérstaklega þar sem svipurinn á lögreglumönnunum er í fullkomnu samræmi við alvarlegan svipinn á Ásthildi. Eins mætti halda því fram að svipurinn á Páley væri í samræmi við hvað henni þætti leitt að þurfa að handtaka vinkonu sína.

Segja má með sanni að myndbirtingin hafi vakið lukku og að Ásthildi hefur tekist að skemmta facebook-vinum sínum rækilega með þessari óheppilegu mynd, sem sýnir svo sannarlega að ekki er alltaf allt sem sýnist.

Ásthildur segir sjálf í athugasemd að það sé nauðsynlegt að hafa húmor fyrir sjálfum sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Deilurnar í Pírötum – Halldór Auðar hættur aðeins þremur vikum eftir að hann var kjörinn

Deilurnar í Pírötum – Halldór Auðar hættur aðeins þremur vikum eftir að hann var kjörinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bergþór Ólason: Pólitískur ómöguleiki að Svandís verði fagráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben í kosningabaráttu

Bergþór Ólason: Pólitískur ómöguleiki að Svandís verði fagráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben í kosningabaráttu