fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Eyjan

Miðflokkurinn á mikilli siglingu og ekki marktækur munur á Sjálfstæðisflokk og Viðreisn í nýrri könnun

Eyjan
Þriðjudaginn 24. september 2024 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna var kynnt í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld og helstu tíðindin eru að Miðflokkurinn er á mikilli siglingu og Viðreisn farin að kroppa í hælanna á Sjálfstæðismönnum.

Samkvæmt könnuninni bætir Miðflokkurinn við sig og mælist nú með marktækt meira fylgi en Sjálfstæðisflokkur, eða 17%.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað með 13,4 prósent en Viðreisn mælist með 11,3 prósent og því ekki marktækur munur á milli flokkanna tveggja.

Samfylkingin lækkar lítillega en mælist enn með mest fylgi eða 25 prósent.

Flokkur fólksins mælist með 8,8 prósent og Píratar með 8,5 prósent stjórnarflokkarnir Framsókn og Vinstri Græn koma illa út, Framsókn með aðeins 7,6 prósent og Vinstri Græn með 3,7 prósent. Vinstri Græn næðu þar með ekki manni inn ef kosið væri í dag. Sósíalistar nálgast þó Alþingi og mælast með 4,5 prósent.

Svandís Svavarsdóttir segir Vinstri Græn á tímamótum og finnur hún fyrir auknum meðbyr í aðdraganda landsfundar í næstu viku. Nú þurfi flokkurinn að skoða hvaða erindi hann hefur í stjórnmálum, efla tengslin við ræturnar og horfa inn á við. Svandís segir eðlilegt að á landsfundi komi til umræðu framtíð stjórnarsamstarfsins og telur líklegt að boðað verði til kosninga í vor.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir