fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Eyjan

Hnífjafnt fylgi Harris og Trump – Örlítil sveifla getur ráðið úrslitum

Eyjan
Þriðjudaginn 24. september 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru um sex vikur þar til Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta. Almennt séð þá benda skoðanakannanir til að fylgi Kamala Harris og Donald Trump sé hnífjafnt. En það þarf þó að hafa þann fyrirvara á að reynslan hefur sýnt að það er rétt að taka niðurstöðum bandarískra skoðanakannana með fyrirvara.

Það mætti eiginlega halda að morðtilraunir, heitar sjónvarpskappræður, harðar persónulegar árásir, Taylor Swift og samsæriskenningar væru nóg fyrir kjósendur. En svo er ekki því skoðanakannanir benda til að kosningarnar verði þær jöfnustu á síðari tímum. Allt þetta hlýtur að geta fengið marga, sem að öllu jöfnu nenna ekki að kjósa, til að standa upp úr sófanum og skunda á kjörstað.

Sjónir flestra beinast auðvitað að sveifluríkjunum sjö þar sem fylgi frambjóðendanna mælist svo jafnt að úrslitin geta ráðist á örfáum atkvæðum. Þetta eru Nevada, Arizona, Wisconsin, Michigan, Pennsylvania, Norður Karólína og Georgía.

Hin 43 ríkin skipta í raun litlu máli því þar er gengið út frá því að annað hvort Demókratar eða Repúblikanar séu með svo öruggan meirihluta að ekkert geti ógnað honum.

Í nýrri könnun Politico kemur fram að að í raun geti úrslitin ráðist í þremur sveifluríkjum. Segir miðillinn að ef Trump sigrar í Pennsylvania, Norður Karólínu og Georgíu geti hann reiknað með sigri.

Ef Kamala Harris sigrar ekki í Pennsylvania, verður hún að sigra í annað hvort Norður Karólínu eða Georgíu eða auðvitað báðum ríkjum til að sigra. Ef hún sigrar ekki í Pennsylvania verður hún einnig að sigra í Michigan og Wisconsin og tveimur Suðurríkjum og annað hvort Nevada eða Arizona, í vesturhlutanum, til að ná þeim 270 kjörmönnum sem þarf að ná til að sigra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir