fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Eyjan

Svona getur Joe Biden orðið versta martröð Repúblikana á síðustu mánuðum sínum í embætti

Eyjan
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 07:00

Joe Biden. Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir marga vikna þrýsting lét Joe Biden, Bandaríkjaforseti, undan sunnudaginn 21. júlí og tilkynnti að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta í kosningunum í nóvember. Varaforseti hans, Kamala Harris, mun taka slaginn gegn Donald Trump í hans stað. En þótt Biden taki ekki slaginn við Trump þá er ekki þar með sagt að hann sé horfinn af sjónarsviðinu og muni halda sig til hlés næstu mánuði. Raunar getur hann gert Repúblikönum lífið mjög leitt.

Biden sagði ekki af sér forsetaembættinu og segist ætla að gegna því áfram. En þar sem hann sækist ekki eftir endurkjöri, þá getur hann gert nánast hvað sem er án þess að þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingunum fyrir pólitískan feril sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er í þessari stöðu á hálfrar aldar pólitískum ferli sínum.

Repúblikanar hafa dregið upp þá mynd af Biden að hann sé einn öfgafyllsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna en í umfjöllun um málið bendir NYPost á að hugsanlega hafi þeir aðeins fengið að sjá forsmekkinn af Biden fram að þessu.

Þar sem Biden þarf ekki að huga að endurkjöri þá getur hann verið ófeiminn við að gefa út forsetatilskipanir.

NYPost nefnir sem dæmi námslán en dómstólar hafa hafnað öllum þeim skilmálabreytingum sem stjórnvöld hafa gert á þeim. Segir miðillinn að Biden geti gengið enn lengra en áður og fellt niður afborganir námslána hjá öllum lánþegum alríkislána vegna lagalegrar óvissu sem ríkir um endurgreiðslurnar.

Biden gæti einnig gert neyslu kannabis refsilausa en stjórn hans hefur verið hikandi við að gera það og Repúblikanar eru því andsnúnir og segja að slík ákvörðun sé ekki byggð á „vísindum“ heldur sé „eingöngu pólitísk“.  Nú gæti Biden gengið enn lengra en með því gæti hann tryggt Demókrötum atkvæði ungra kjósenda.

Hann gæti einnig aukið afskipti Bandaríkjanna af stríðinu í Úkraínu og sett strangari skilyrði fyrir aðstoð við Ísrael vegna stríðsins á Gaza.

Spurningin er hvort eitthvað muni stöðva hann í þessu eða hvort hann láti vaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? – Flokkurinn aldrei mælst lægri

Hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? – Flokkurinn aldrei mælst lægri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tekjur Íslendinga 2023: Milliliðakóngarnir í landbúnaðinum maka krókinn – Alþingi rétti þeim ölmusu í vor

Tekjur Íslendinga 2023: Milliliðakóngarnir í landbúnaðinum maka krókinn – Alþingi rétti þeim ölmusu í vor
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna segir Sjálfstæðisflokkinn vera rétta valkostinn fyrir fátækt fólk

Áslaug Arna segir Sjálfstæðisflokkinn vera rétta valkostinn fyrir fátækt fólk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann: Öruggt að sú mynd sem skoðanakannanir sýna nú er ekki sú sem kemur upp úr kjörkössum

Eiríkur Bergmann: Öruggt að sú mynd sem skoðanakannanir sýna nú er ekki sú sem kemur upp úr kjörkössum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bæjarstjóri Akureyrar útskýrir óheppilega mynd sem hefur vakið mikla lukku – „Ég var ekki handtekin“

Bæjarstjóri Akureyrar útskýrir óheppilega mynd sem hefur vakið mikla lukku – „Ég var ekki handtekin“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Viðvarandi raunvaxtafár á Íslandi ef krónan verður áfram gjaldmiðillinn

Þorsteinn Pálsson: Viðvarandi raunvaxtafár á Íslandi ef krónan verður áfram gjaldmiðillinn