fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. júlí 2024 14:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, samfélagsrýnir, er búinn á því eftir goslokahátíð í Eyjum, enda kominn af léttasta skeiði. Segist hann hafa lofað að íhuga vistaskipti á hátíðinni.

„Nú er dvöl minni á Goslokahátíðinni lokið. Samkvæmi og sull dögum saman eru hvorki góð né holl fyrir menn sem eru komnir af léttasta skeiði. Orðið flak lýsir best líðan minni núna og ég finn ekki fyrir neinni samkennd eða manngæsku hjá Soffíu í augnablikinu. Hún segir að ég geti sjálfum mér um kennt og að ég þurfi ekki alltaf að vera háværasti maðurinn í samkvæminu og fara síðastur,“ segir Brynjar í færslu á Facebook, en hugleiðingar hans þar vekja jafnan kátínu og umræðu vina hans á samfélagsmiðlinum.

„Í gærkvöldi hitti ég Sibba skipstjóra, sem mun vera einn af örfáum framsóknarmönnum í Eyjum. Hann tilkynnti mér að ég væri í röngum flokki og hann og Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum væru sammála um að ég væri ekkert annað en framsóknarmaður. Mátti skilja hann svo að ég væri blanda af Steingrími Hermannsyni og Jónasi frá Hriflu og því væri ég mesti núlifandi framsóknarmaðurinn, eiginlega á pari við Guðna. Ég lofaði Sibba þegar við kvöddumst að ég skyldi íhuga vistaskipti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi