fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

„Útvíkkun þessarar brjálsemi gæti svo verið að innheimta sérstakan skatt af þeim sem eru rauðhærðir eða örvhentir“

Eyjan
Föstudaginn 28. júní 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Högni Elfar Gylfason, varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir að flokkur hans sé tilbúinn í tiltekt eftir „vanhæfustu ríkisstjórn allra tíma“ sem síðustu tvö kjörtímabil hafi skilið eftir sig sviðna slóð í öllum málaflokkum.

Ríkisstjórn sem hefur „hefur gengið út á að halda glærusýningar án aðgerða, stuðlað að stjórnlausum taprekstri ríkissjóðs sem valdið hefur himinhárri verðbólgu og vöxtum og opnað landið fyrir óheftum innflutningi fólks sem valdið hefur hruni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfum landsins.“

Um þetta skrifar Högni í grein sem birtist hjá Vísi þar sem hann gagnrýnir ákvörðun Isavia um að innheimta nýtt af gjald af notendum innanlandsflugs sem „voguðu sér að koma á eigin bíl á flugvellina“.

Högni rekur að fyrst hafi staðið til að rukka þetta gjald á flugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum en í kjölfar mótmæla var ákveðið að rukka líka á Reykjavíkurflugvelli til að gæta jafnræðis.

„Nú er það eitt að opinberir starfsmenn telji sig þess umkomna að innheimta ný gjöld af völdum notendum innviða landsins sem þegar eru fyrir hendi, í þessu tilfelli fyrir notkun mislélegra bílastæða við flugvelli innanlands og því í raun enga þjónustu. Hitt er verra að ráðherrar Framsóknarflokks og Vinstri grænna kvitti upp á gjörninginn og samþykki þannig nýja skattlagningu sem lendir fyrst og fremst á íbúum landsbyggðarinnar, en benda má um leið á það að hvorugur þessara ráðherra þarf að svara fyrir gjörðir sínar gagnvart þeim kjósendum sem fyrir verða þar sem þeirra kjördæmi lenda tæplega illa fyrir þessari ósvífnu ákvörðun.“

Eftir mótmæli hafi minniháttar breytingar verið gerðar á þessu gjaldi. Innheimta var látin hefjast síðar til til stóð upphaflega, en engu að síður var gjaldtakan látin standa, og hlaut náð í augum stjórnarflokkanna þrátt fyrir að þetta gjald bitni helst á landsbyggðinni.

„Þegar svo er komið að opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn virðast geta komið hvaða þvælu sem þeim dettur í hug til framkvæmda er illt í efni. Hvað kemur þá í kjölfarið? Má búast við að ný skattlagning verði sett á flugfarþega úr dreifbýlinu fyrir að njóta fallegs útsýnis í fluginu yfir landið okkar fagra? Er mögulegt að íbúar dreifbýlis fái framvegis sérstakan skatt á sig fyrir að voga sér að aka eftir þeim lélegu eða handónýtu vegum sem þeim er boðið upp á á sínum heimaslóðum?“

Högni bendir á að fyrst þetta var látið við gangast þá sé útséð að skattlagningin á landsbyggðina muni aukast meira. Einkafyrirtæki muni svo fylgja hinu opinbera eftir.

„Þannig gætu Bónus, Bykó og herrafataverslanir sett upp myndavélaeftirlit og innheimtu nýrra gjalda fyrir notkun bílastæða. Þá hljóta Tryggingastofnun, Öryrkjabandalagið, tryggingafélögin og RÚV ásamt öðrum félögum og stofnunum að fylgja straumnum. Útvíkkun þessarar brjálsemi gæti svo verið að innheimta sérstakan skatt af þeim sem eru rauðhærðir eða örvhentir, allavega þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.“

Þetta telur Högni hættulega þróun og biður kjósendur að muna ríkisstjórninni þetta þegar gengið er til kosninga að nýju. Óstjórn sé í öllum málaflokkum ríkisins og þessi skattlagning á dreifbýlið bara enn ein birtingarmynd þess.

„ Í því efni má til að mynda minna á hvernig Sigmundi Davíð formanni Miðflokksins tókst til í uppgjöri við vogunarsjóðina eftir fjármálahrunið, en með harðfylgi og eljusemi hans sem þáverandi forsætisráðherra höfðust um eittþúsund milljarðar á núvirði frá vogunarsjóðunum upp úr krafsinu. Þeir fjármunir urðu til þess að Ísland komst hraðar og betur á lappirnar eftir efnahagshrunið en nokkur önnur þjóð í seinni tíma sögu allavega. Þá má ekki gleyma því hvernig hann stóð að leiðréttingu íbúðarlána gagnvart almenningi líkt og hann hafði lofað, en aðrir stjórnmálamenn sögðu vera óframkvæmanlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“