fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

„Stjórnmálastéttir þjóna ekki lengur almenningi heldur peningaguðinum skilyrðislaust“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júní 2024 11:37

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Margt er það fólkið sem gegnir æðstu embættunum sem aldrei hefur deilt kjörum með venjulegu fólki á vinnumarkaði.

Á Íslandi eigum við líka dæmi um stjórnmálafólk sem vegna vensla eða flokkuppeldis hefur hlotið ábyrgðarstöður í íslensku samfélagi og jafnvel aldrei haft annan starfa. Ísland er bara míkrómynd af heiminum,“

segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og samfélagsrýnir í pistli sínum á Eyjunni. 

Steinunn Ólína segir hinn nýja evrópska aðal stétt stjórnmálamanna sem starfar um alla álfuna án rauntengingar við almenning í Evrópu. Eigi hinn evrópski stjórnmálaaðall það sameiginlegt að lúta vilja konunga sem nú um mundir í okkar veröld eru þeir sem eiga allt. Fyrirtækja- og fjármagnseigendur.

„Stjórnmálastéttir þjóna ekki lengur almenningi heldur peningaguðinum skilyrðislaust sem alltaf vill hámarka gróða sinn á kostnað sundraðs mannkyns. Úrkynjun stjórnmálastéttanna er lýðræðinu hættuleg.“

Steinunn Ólína segir stærstu fjölmiðla heimsins í eigu fjármagnseigenda og „allt efni þeirra vandlega valið ofan í okkur svo frásögnin sem við eigum að gleypa er á þann veg sem fjármagnseigendum hentar.

Facebook, X og Google ráða því svo hvaða efni við sjáum mest af og það eru vitaskuld þeir sem mest geta borgað sem tryggðan hafa sýnileika. Við fáum því enga raunmynd af stöðu mála og trúnað getum við ekki lagt á frásagnir slíkra því tilgangurinn er ekki fræðsla heldur tilraun til skoðanamyndandi heilaþvottar.“

Hatur stærsti glæpurinn gegn mannkyninu

Segir hún stærsta glæpinn gegn mannkyninu það hatur sem vísvitandi er alið á með aðgreiningum og veldur aðskilnaði hópa fólks. „Trump þjónaði fjármagnseigendum vel og var þar mikilvæg brúða í leiknum.

Það venst að sjá myndir af þeim hryllingi sem á sér stað víða um heim. Við deyfumst vegna ágangs miðla sem sýna okkur myndir sem miðlarnir vilja að við venjumst. Að það sé hluti af tilverunni að þjást og deyja, sem auðvitað er að hluta til satt og það jafnframt réttlætt að þjóðir taki sér vald yfir öðrum og framkalli ótímabæra þjáningu og dauða yfir öðru fólki. Á Íslandi á að gera það hversdagslegt að neita börnum eins og palestínska dregnum Yazan um aðstoð. Svei því pakki.“

Látum betur að stjórn aðgreind og hrædd

Steinunn Ólína segir þá sem mest eiga vita að við látum betur að stjórn ef við erum aðgreind frá öðrum og hrædd.

„Alheimsöfl sem keppast við að segja þér að þú sért öðruvísi en annað fólk, eigir tilkall til einhvers og verðir að gera hitt eða þetta, eiga hitt eða þetta til að öðlast hamingjuna eru þvert á móti að reyna að hafa hana af okkur. Stærstu kaupmenn heimsins búa til margan óþarfann og svo er því haldið að okkur að þetta eða hitt verðum við að eignast. Skortstaðan er vísvitandi búin til í ritstýrðum auglýsingum þeirra ríkustu og undirliggjandi áætlunin er ekki bara að selja okkur eitthvað, heldur líka ala upp í okkur vanmátt og þar með minni sjálfstrú.

Við erum hrædd vegna þess að alls staðar er réttur einstaklingsins til sjálfsbjargar í sátt við aðra lítilsvirtur. Heiminum er stýrt í þá átt að fáir eigi og ráði öllu og mannkynið að endingu verði algjörir þrælar kerfisheims þar sem fáir stjórna og drottna og aðrir þræla.“

Grein Steinunnar Ólínu má lesa í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“