fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Segir að svo virðist sem þjóðin sé illa haldin af Stokkhólmsheilkenninu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júní 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, samfélagsrýnir, segir engu líkara en þjóðin sé illa haldin af Stokkhólmseinkenninu. Við kvörtun sáran yfir aukinni skattheimtu á einum tíma, en æmtum varla á öðrum tíma. Svo virðist sem við teljum einnig mikilvægt að kjósa R-listaflokkana til að stýra landinu:

„Þegar „Nonni á jarðýtunni“ var samgönguráðherra 2017 vildi hann fara í stórátak í samgöngumálum, sem yrði fjármagnað að mestu með veggjöldum. Með því tækju allir sem notuðu vegina þátt í kostnaðinum, ekki síst erlendir ferðamenn. Benti hann réttilega á að það væri eina leiðin til að koma þessum mikilvægu innviðum í lag. Nú eru liðin 7 ár og lítið gerst og svo komið að erfitt er að komast leiðar sinnar innan þéttbýlis og erum öll í stórhættu á vegum landsins,“ segir Brynjar.

Vísar hann þar til félaga síns Jón Gunnarssonar sem var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá 11. janúar 2017 til 30. nóvember 2017.

Segir hann þessar hugmyndir Nonna litla hafa fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum sem kvörtuðu sáran yfir aukinni skattheimtu og gjaldtöku á bifreiðaeigendur.

„En það heyrist ansi ámátlegt væl yfir stórkostlegri hækkun og fjölgun bílastæðagjalda hjá borginni. Nú er svo komið að það er ekki hægt að heimsækja vini og vandamenn eða opinberar þjónustustofnanir, sem eru að vísu sérstaklega settar á stofn til að íþyngja okkur, án þess að borga mörg þúsund krónur í hvert skipti. Í ofanálag virðast landsmenn telja mikilvægt að kjósa R-lista flokkana til að stjórna landinu. Það er eins og við séum illa haldin af Stokkhólmssyndrómi.“

Hvað er Stokkhólmsheilkenni?

Samkvæmt Vísindavefnum er Stokkhólmsheilkennið hugtak sem vísar til jákvæðs tilfinningasambands gísls við gíslatökumann sinn. Það var sænski geðlæknirinn Nils Bejerot (1921-1988) sem skilgreindi hugtakið fyrstur árið 1973, þegar hann aðstoðaði sænsku lögregluna að upplýsa bankarán sem var framið í Kreditbanken í Stokkhólmi sama ár. Bankaræninginn Jan Olsson hélt þar ásamt öðrum manni, þremur konum og einum karli í gíslingu í sex daga. Gíslatökumennirnir sendu gíslana meðal annars ítrekað inn í rammgerða bankahvelfingu, íklædda sprengjuvesti með dýnamíti og með snöru um hálsinn.

Þrátt fyrir þessa meðferð komu gíslarnir gíslatökumönnum sínum til varnar og neituðu að vitna gegn þeim fyrir dómi. Einn gíslanna stofnaði meira að segja málsvarnarsjóð til aðstoðar gíslatökumönnunum og sumir segja að annar gísl hafi gengið að eiga Jan Olsson (Strentz, 1980).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum