fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Eyjan

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Eyjan
Föstudaginn 20. desember 2024 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Runólfsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu fjárlaga og rekstrar í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en Ásgeir er skipaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, settum félags- og vinnumarkaðsráðherra. Bjarni Benediktsson er starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra en ákvað að víkja sæti við meðferð og töku ákvörðunarinnar á grundvelli vanhæfis.

Embætti skrifstofustjóra var auglýst laust til umsóknar þann 3. september. Alls bárust 16 umsóknir en fjórir drógu umsókn sína til baka. Ráðgefandi hæfisnefnd var skipuð til að leggja mat á hæfni umsækjenda og að loknu heildarmati og viðtölum var það mat ráðherra að Ásgeir væri hæfastur.

Um feril Ásgeirs segir í tilkynningu:

„Ásgeir er með meistarapróf í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið grunnnámi í verkfræði frá sama skóla. Hann kemur úr starfi staðgengils skrifstofustjóra á skrifstofu fjármála og innri rekstrar í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Þar sá hann um að stýra teymi sem starfaði þvert á ráðuneytið sem hélt utan um fjárlagagerð og önnur verkefni tengd lögum um opinber fjármál. Áður starfaði Ásgeir m.a. í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á skrifstofu opinberra fjármála og við stjórnendaráðgjöf hjá Capacent.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi