fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Eyjan

Kristrún skýtur föstum skotum – „Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni“

Eyjan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sakar Sjálfstæðisflokkinn um að reyna nú að slá ryki í augu almennings með því að kenna öðrum um eigin vanhæfni. Raunin sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á hækkuðum kostnaði heimilanna í landinu og það sé kominn tími til að sýna Sjálfstæðismönnum að þjóðin gleymir ekki svo glatt.

Kristrún skrifar í aðsendri grein á Vísi:

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna. Með háum vöxtum, mikilli verðbólgu og með því að þyngja skattbyrði vinnandi fólks frá árinu 2013. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með fé og forysta flokksins er vanhæf til að stjórna.

Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni með því að segja að Samfylkingin ætli að hækka skatta á almenning. Það er rangt. Nú skulum við standa saman og svara þeim af festu. Og gleymum ekki hve illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist fólkinu í landinu á liðnu kjörtímabili.“

Svikin loforð og sviðinn jörð hjá heimilum landsins

Kristrún minnir á kosningaloforð Sjálfstæðismanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Þá lofaði formaðurinn, Bjarni Benediktsson, lágum vöxtum. Sjálfstæðismenn lofuðu stöðugleika og lægri sköttum. „Hvernig hefur gengið? Í stuttu máli: Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin og rústaði þannig plönum bæði heimila og fyrirtækja.“

Hvað lágu vextina varðar sem Bjarni lofaði þá þurftu heimilin að greiða 40 milljörðum meira í vexti á síðasta ári en við upphaf kjörtímabils. Greiðslubyrði af meðalláni hafi hækkað um 1150-350 þúsund krónur á mánuði, eftir því hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán er að ræða. „Þetta er það sem við í Samfylkingunni höfum kallað ofurskattinn á ungt fólk og alla sem skulda“.

Hvað stöðugleikann varðar þá hafi verðbólga verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið. Staðan á húsnæðismarkaði sé sú að hefðbundin íbúð hafi hækkað úr 50 milljónum upp í 70 milljónir og á sama tíma hafi matarkarfan hækkað mikið. Fjölskylda sem eyddi 125 þúsund krónum á mánuði í mat árið 2021 sé nú að greiða 400 þúsund krónum meira á ári fyrir matinn.

„Ríkisstjórnin reyndist fullkomlega vanhæf til að ná stjórn á stöðunni og lét því Seðlabankann einan sjá um verkið með hækkun vaxta. Þannig var verðbólgan brotin á baki hins almenna launamanns.“

Hvað lægri skatta svo varðar þá hafi Sjálfstæðisflokkur þyngt skattbyrði venjulegs vinnandi fólks frá árinu 2013. Þetta megi sjá svart á hvítu á gögnum frá Hagstofu Íslands, að skattbyrði langflestra tekjuhópa hafi þyngst á þessum rúma áratug.

Verður allt gleymt og grafið 30. nóvember?

Kristrún segir að Samfylkingin sé með plan til að lækka kostnað heimilanna. Fyrst og fremst þurfi að kveða niður verðbólgu og vexti. Þetta verði gert með tiltekt í ríkisrekstri, bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, skynsamlegum skattkerfisbreytingum og með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Til að afla ríkissjóð tekna standi til að loka svokölluðu ehf-gati og skrúfa fyrir skattaglufur, draga úr misræmi milli skattlagningar launa og fjármagns og taka upp almenn auðlindagjöld.

„Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk.“

Kristrún segir Sjálfstæðisflokk ekki boða neinar alvöru breytingar. Hún rekur í grein sinni hvernig kosningaloforð þeirra voru svikin á kjörtímabilinu og spyr hvort þjóðin ætli að bara að láta það óátalið.

„Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með neitt plan um að bæta kjör fólks og endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Flokkurinn boðar engar alvöru breytingar en við vitum að hann hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn almenna mann. Verður það allt gleymt og grafið þann 30. nóvember – eða munu kjósendur veita Sjálfstæðisflokknum verðskuldaða ráðningu? Þjóðin fær fljótlega tækifæri til að svara fyrir sig með kjörseðlinum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna