Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson hefur vakið mikla athygli í aðdraganda kosninga fyrir vasklega framgöngu í hlaðvarpi sínu, Spursmálum, þar sem stjórnmálamenn voru teknir á teppið.
Hann hefur nú birt kosningaspá sína og spáir því að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram stærsti flokkurinn á Alþingi, þó svo Samfylkingin hafi verið að mælast efst í skoðanakönnunum. Hann spáir því eins að bæði Píratar og Vinstri Græn detti af þingi og eins telur hann að Framsókn muni ná 9 prósentum.
Spá Stefáns Einars er eftirfarandi:
21% – Sjálfstæðisflokkurinn
19% – Samfylkingin
16% – Viðreisn
11% – Miðflokkurinn
11% – Flokkur fólksins
9% – Framsóknarflokkurinn
4% – Píratar
4% – Sósíalistaflokkur
4% – Vinstrihreyfingin grænt framboð
1% – Lýðræðisflokkurinn