fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Eyjan

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“

Eyjan
Laugardaginn 30. nóvember 2024 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að það sé rangt að tala um að kjósa til hægri eða til vinstri. Hið rétta sé að landsmenn kjósi nú um frjálslyndi eða stjórnlyndi.

„Hægri eða vinstri?

Röng spurning. Það þarf hvort tveggja. Þetta er heldur ekki spurning um „hægri hagstjórn, vinstri velferð“. Það þýðir ekkert. Við þurfum beggja blands af opinberri þjónustu í opinberum og einkarekstri. Opinbert vald virkar nefnilega þannig að það þarf utanaðkomandi aðhald. Sama á við um einokun á almennum markaði.

Raunverulega spurningin er frjálslyndi eða stjórnlyndi. Frelsi til þess að vera maður sjálfur eða að þurfa að haga sér eins og öðrum finnst.“

Frjálslyndið beiti sér fyrir frelsi, frelsi hvað varðar trú, kyn, tjáningu og svo frelsið til að njóta friðhelgi. Stjórnlyndið standi á móti þessu.

Björn segir að þeir sem vilji stjórnlyndi séu frjálsir til að hafa slíkar skoðanir en þessir aðilar eigi þó ekkert erindi í lagasetningu og eigi ekki að fara með opinbert vald. Það sé hægt að blanda saman hægri og vinstri stefnum. Það sé ekki hægt að blanda saman stjórnlyndi og frjálslyndi.

„Þetta er kynfrelsi, trúfrelsi, tjáningarfrelsi, friðhelgi, … allt sem stjórnlyndið vill ekki.

En sumir eru þannig og mega vera þannig. Þau eru frjáls til þess að vera eins og þau eru. En að mínu mati hafa þau ekkert að gera neins staðar nálægt lagasetningu og opinberu valdi. Þau vilja almennt fjarlægja réttindi fólks.

Umræðan milli frjálslyndis og stjórnlyndis er stóra pólitíska umræðan í dag. Hægri og vinstri er tilgangslaus umræða ef svarið á að vera annað hvort eða. Það sama á ekki við um frjálslyndi og stjórnlyndi. Blanda beggja virkar ekki. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Willum gerir lækna að Framsóknarmönnum

Willum gerir lækna að Framsóknarmönnum