fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Eyjan

Þessi töluðu mest úr ræðustól Alþingis á síðasta kjörtímabili

Eyjan
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var sá þingmaður sem talaði mest á Alþingi á kjörtímabilinu sem senn rennur sitt skeið. Björn Leví hélt alls 1.793 ræður á kjörtímabilinu og talaði í 5.046.45 mínútur samtals eða 84 klukkustundir.

Björn Leví Gunnarsson var ræðukóngur á þessu kjörtímabili. Mynd: DV/Hanna

Til samanburðar greindi DV frá því gær að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði talað minnst á kjörtímabilinu. Alls hafði Ásmundur haldið 137 ræður á þinginu síðastliðin fjögur ár og alls talað í 359.29 mínútur, sem gera rétt tæplega 6 klukkustundir í heildina.

Píratar duglegastir

Eins og venja er voru það þingmenn minnihlutans, og þá sérstaklega Pírata, sem voru langduglegastir í að heimsækja ræðustól þingsalsins. Sá sem talaði næst mest var Gísli Rafn Ólafsson, Pírati, en hann hélt 1.432 ræður á kjörtímabilinu og talaði samtals í 4.270.98 mínútur.

Í þriðja sæti var Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, en hann steig í 1.254 á stokk og talaði í 4.153.77 mínútur. Andrés Ingi Jónsson og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmenn Pírata, skipuðu svo 4-5. sæti listans. Andrés Ingi hélt 1.243 ræður og talaði í 3.898.94 mínútur og Arndís Anna hélt 1.185 ræður og talaði í 3.508.54 mínútur.

Bjarni talaði langmest ráðherra

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, var sá ráðherra sem talaði langmest. Alls hélt Bjarni 809 ræður á kjörtímabilinu og talaði í 2.172.87 mínútur. Til samanburðar talaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, minnst en hún hélt ræður í alls 212 skipti á kjörtímabilinu og alls í 532.79 mínútur.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Mynd: DV/Hanna

Sá ráðherra sem tjáði sig næst mest var Bjarki Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, sem hélt 492 ræður og talaði í 1.532.09 mínútur. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, hreppti svo bronsið en hann hélt alls 559 ræður en talaði samtals í 1.522.56 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna