fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Eyjan

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Eyjan
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sakar Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins um lygar. Sigmundur hafi mætt í hlaðvarpið Grjótkast og þar fullyrt, ranglega, að flóttafólk sé skyldugt til að sækja um hæli í fyrsta örugga landinu sem það kemur til.

Björn rekur á Facebook að Sigmundur hafi fullyrt að um skyldu væri að ræða sem leiddi af mannréttindarsáttmála Evrópu. „Þetta er rangt og formaður Miðflokksins á að vita betur.“

Slíka skyldu sé hvergi að finna þó svo margir hafi talað fyrir slíku í gegnum tíðina. Björn telur að Sigmundur viti þetta vel og því sé hann bókstaflega að ljúga gegn betri vitund.

„Er það nema furða að það sé ekki hægt að eiga vitræna og skynsama umræðu um þessi mál þegar formaður heils flokks lýgur svona að fólki? Flokks sem kennir sig við skynsemi meira að segja.“

Björn segist hafa heyrt fulltrúa bæði Sjálfstæðisflokks og Miðflokks ræða um flóttafólk við grunnskólabörn á dögunum. Þar hafi frambjóðendurnir reynt að sannfæra börnin um að Íslandi bæri skylda til að senda fólk úr landi út af Dyflinnarreglugerðinni. Þetta sé líka rangt. Það sé að finna heimild til slíks í reglugerðinni, en ekki er um skyldu að ræða. Sé það ósk þessara flokka að lögfesta slíka skyldu þá færi betur að taka það upp sem stefnumál fremur en að „reyna að ljúga að fólki“.

„Já, þetta er hörð ásökun og ég veit að það fer rosalega illa í fólk oft þegar það er verið að ásaka fólk um lygar. Ég nenni bara ekki að vera að sykurhúða svona augljósar lygar þannig að þær renni betur niður. Það þarf að segja hlutina skýrt og greinilega.“

Uppruni íslensku meðvirkninnar?

Við þetta bætir Björn að það sé kannski ekki furða að Íslendingar séu almennt að veigra sér við að vekja athygli á lygum og jafnvel ofbeldi. Við séum alin upp í meðvirkni sem geri að verkum að fyrsta viðbragð okkar þegar einhver bendir á svona hluti sé að reyna að kæfa það niður. Björn útskýrir:

„Tengt þessu – þá held ég að það megi rekja þessa óbeit á svona ásökunum til barnæsku. Ég man eftir því hvernig börnum var sagt að klaga ekki þegar þau komu og sögðu „Nonni var að taka dót af Gunnu“ og viðbrögðin voru oft „ekki klaga“. Það var einhvern vegin erfiðara að bregðast við óréttlætinu og börnunum frekar sagt bara að þegja í staðinn fyrir að gera eitthvað í málunum. Í alvörunni – þá held ég að þetta sé uppruni meðvirkni í íslensku samfélagi. Við viljum ekki heyra ásakanir um lygar og ofbeldi af því að þær krefjast einhverra viðbragða. Auðvitað viljum við ekki lygar og ofbeldi – en það er bara svo flókið að bregðast við ásökunum um slíkt að við höfnum þeim frekar en að gera eitthvað í málunum. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?