fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Eyjan

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Eyjan
Mánudaginn 25. nóvember 2024 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir, fyrrum þingkona og einn stofnenda Pírata, segir það algjöran misskilning að Píratar þurfi að vera stjórntækir, þessi krafa hafi gert að verkum að flokkurinn missti smá af því pönki sem áður einkenndi hann. Birgitta segir að þó flokkurinn sé í dag eins konar megrunarútgáfa af Samfylkingunni þá sé aftur farið að glitta í gamla pönkið.

Þetta kom fram í færslu Birgittu á Facebook. Þar rekur hún að það hafi verið eitt mesta böl flokksins þegar hann fór skyndilega og óvænt að mælast vinsæll í skoðanakönnunum. Flokkurinn skilgreindi sig þá ekki sem eiginlegan flokk heldur sem hreyfingu. Samhliða þessum vinsældum hafi svo komið krafa um að draga úr pönkinu og stefna á ríkisstjórnarsamstarf.

„Markmið var að þróa hugmyndafræði valdeflingar almennra borgara sem gæti orðið að raunverulegu afli í íslensku samfélagi. Öllum var heimilt að leggja fram hugmyndir í kosningakerfi okkar – án þess að þurfa að vera skráðir í flokkinn. Það var tekið til umræðu í tilraunalýðræði okkar og nokkur mál náðu þannig inn á málaskrá Alþingis. En í kjölfar vinsælda kom hávær krafa um að Píratar þyrftu að vera stjórntækir og búa til stefnu í öllum málaflokkum og að helsta markmið okkar ætti að vera að komast í ráðherrastóla. Þetta gekk meira að segja svo langt að talað var um að búa til einhverja ímynd af mér sem Birgittu blíðu, algerlega furðuleg hugmynd að gera erkipönkara að einhverri glansmynd.“

Upphaflegt markmið Pírata var aldrei að komast í ríkisstjórn heldur að finna leiðir til að vinna þvert á flokka, finna glufur í kerfinu til að gera stórar breytingar og beita skapandi hugsun. Á þeim tíma hafi ásakanir um að Píratar væru létt útgáfa af Samfylkingu ekki átt við rök að styðjast.

„Þingflokkurinn samanstóð af þremur þingmönnum, einn var nánast libertarian, annar var sannarlega alinn upp í Samfó en of frjálslyndur til að finna sig í þeim ranni. Sá þriðji var ég, sem skilgreini mig sem pragmatískan anarkista. Grasrótin innihélt allskonar fólk sem fannst það ekki eiga heima í þeim flokkum sem voru í boði, sér í lagi ungt fólk sem hafði alist upp á netinu og sá heiminn á annan hátt en hefðbundnir flokkar. “

Eiga að líta á hvert kjörtímabil sem sitt síðasta

Birgitta segir að hennar besta ráð, til þeirra sem vilja umboð þjóðarinnar til að sitja á þingi, er að hafa ávallt í huga að þetta kjörtímabil sé þeirra fyrsta sem og þeirra seinasta – þannig hafi löngunin til að halda áfram á þingi ekki áhrif á verk fólks heldur geti þeir nýtt kjörtímabilið til fulls. Að vera ekki stjórntækur þýði að vera sama hvað öðrum flokkum finnst um mann og að vera trúverðugur í augum kjósenda.

„Meira pönk, minni umbúðir. Erindi Pírata var og ætti enn að vera að tryggja mannréttindi í stafrænum heimi, upplýsingafrelsi, gagnsæi, tjáningarfrelsi og aðgengi almennings að ákvarðanatöku um hluti sem varða hann með því að gefa fólki verkfæri til að upplifa raunverulega valdeflingu.“

Birgitta segir spennandi að sjá nú fólk í forystu Pírata sem hafi þessi gömlu grunngildi í huga. Til dæmis Mummi Týr Þórarinsson, Alfa Eymarsdóttir og aðrir frábærir frambjóðendur úr Suðurkjördæmi. Spennandi verði að geta unnið í grasrót Pírata að nýju með fólki sem brennur fyrir grunngildum og því erindi sem flokkurinn stóð eitt sinn fyrir.

„Þótt Píratar hafi að einhverju leiti orðið að einskonar diet Samfylkingu undanfarin ár þá er mjög jákvætt að sjá nýtt fólk eins og Lenyu geysast fram á sviðið. Hún fékk yfirgnæfandi stuðning í prófkjöri Pírata til að taka að sér forustuhlutverk í flokknum og leiða hann aftur að grunngildum þeim sem allt var byggt á og með sanni aðgreindu Pírata frá öðrum flokkum. Um nokkra hríð þótti meira að segja töff að vera Pírati, í því fólst yfirlýsing um að vilja alvöru breytingar og uppræta aldagamlar hefðahelgar og inngróna spillingu. Það er gott markmið að stefna að og óska ég nýjum oddvitum Pírata alls hins besta og góðs gengis um næstu helgi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?