Fyrstu leiðtogaumræðurnar fyrir komandi alþingiskosningar fóru fram á RÚV í gær. Fulltrúar þeirra ellefu flokka sem bjóða sig fram til Alþingis stigu þar á stokk og gerðu grein fyrir kosningaáherslum sínum.
Ljóst er á samfélagsmiðlum að hverjum þykir sinn fugl fagur og iðulega var stuðningsfólk einstakra flokka á því að frambjóðandi þeirra hefði skarað fram úr.
En nú spyrjum við lesendur DV. Hvaða stjórnmálaleiðtogi skaraði fram úr í leiðtogaumræðunum í gær?