fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Guðmundur ekki á leið í framboð – „Vil ég segja það mjög skýrt hér“

Eyjan
Fimmtudaginn 17. október 2024 18:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Gunnarsson er ekki á leið í framboð. Hann greinir frá þessari ákvörðun sinni á Facebook til að taka af allan vafa.

Guðmundur, eins og margir muna, kærði framkvæmd síðustu Alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi. Þar var hann frambjóðandi fyrir Viðreisn og um tíma leit úr fyrir að hann næði á þing sem jöfnunarmaður, allt þar til endurtalning fór fram. Hann kærði svo ákvörðun Alþingis um að staðfesta niðurstöðu síðari talningar til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti borgara til frjálsra kosninga sem og gegn meginreglu um skilvirk réttarúrræði. Helst fann dómstóllinn að því að þegar þingmenn hafi staðfest seinni talninguna hafi þeir í reynd verið að greiða athygli um eigið kjör, en slík ákvörðun geti ekki verið annað en pólitísk í eðli sínu.

Guðmundur starfar í dag fyrir þingflokk Viðreisnar og segir að hann muni taka þátt í kosningunum, en þá til að styðja aðra frambjóðendur til góðra verka.

„Þar sem ég hef mikið verið spurður síðustu daga vil ég segja það mjög skýrt hér að ég er ekki á leiðinni í framboð.

Ég leiddi lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar en mun ekki sækjast eftir að gera það aftur að þessu sinni.

Sem starfsmaður flokksins mun allur minn fókus næstu daga og vikur fara í að tryggja Viðreisn góða kosningu um allt land.

Það eru forréttindi að vinna við eitthvað sem maður trúir á og ekki skemmir að standa í slíku ati með skemmtilegu fólki.

Ég hef allaf haft mikla þörf fyrir að vinna samfélaginu gagn en hef komist að því að það er vel hægt að gera það þótt maður standi ekki alltaf í framlínunni.

Þetta verður vissulega einhver heljarinnar sprettur fram að kosningum en mikið óskaplega held ég að þetta verði gaman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember