Samkvæmt tilkynningu í stuðningsmannahópi Arnars Þórs Jónssonar vantar 300 undirskriftir til að flokkurinn sem hann er að stofna, Lýðræðisflokkurinn, fái listabókstaf.
Undirskriftirnar þurfa að safnast fyrir kl. 13 á morgun, föstudag.
Anna Björg Hjartardóttir, kaupmaður, býður fólki að skrifa undir í verslun sinni:
„ÁKALL! Það vantar 300 undirskriftir fyrir Lýðræðisflokkinn sem Arnar Þór er að stofna, svo flokkurinn fái listabókstaf. Þarf að vera tilbúið kl 13 föstudag þ.e á morgun. Mæta á Ægisíðu 121 í heildversl Celsus og Græn heilsa.“