fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Rassaklemmu ritdeilurnar komnar í Gúlagið – „Það er auðvitað ekkert gaman að vera á leið á ruslahaug mannkynssögunnar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 14. október 2024 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn Einar Baldvin Árnason og fyrrum þingmaðurinn Brynjar Níelsson hafa átt í ritdeilum undanfarna daga sem snúast ekki síst um hvor þeirra er með klemmdari rasskinnar, þó undarlegt megi virðast. Samhliða rasskinnum takast þeir á um sósíalisma og svo stöðu Sjálfstæðisflokksins.

Brynjar fagnaði deilunum á Facebook á föstudaginn þar sem hann sagðist eiga nýjan pennavin. Þar gekkst hann við því að klemma stundum rasskinnar saman, en þá bara til leysa ekki vind á almannafæri. Hann skoraði þá á listamanninn, nýja pennavininn, að gangast við því að vera sósíalisti „með andúð á vestrænu lýðræðisfyrirkomulagi“. Brynjar taldi öruggt að listamaðurinn færi ekki að berjast fyrir nýjum Berlínarmúr í dag, en hefði hann fæðst sextíu árum fyrr hefði hann án efa verið stuðningsmaður múrsins og fyrir áttatíu árum hefði ekki komið á óvart ef listamaðurinn hefði fundist fyrir í Gúlaginu, þrælkunarbúðir Sovétríkjanna, og þá sem fangavörður.

Einar Baldvin hefur nú svarað þessum skrifum og fagnar því með Brynjari að þeir séu orðnir pennavinir og stjörnur í samsettum myndum DV, sem samviskusamlega hefur greint frá ritdeilunum og nýjustu vendingum þeirra.

„Maður veit aldrei hvað verður til þess að maður eignast góða vini, en eftir að ég benti á um daginn að Áslaug Arna hefði ekki orðið ráðherra að eigin rammleik skaust hvíti riddarinn, Brynjar Níelsson, fram á sjónarsviðið og varði aumingja Áslaugu fyrir því að einhver skyldi segja það upphátt sem flestir vissu nú þegar. Nú erum við orðnir bæði pennavinir og stjörnur í klippimynda-meistaraverki á DV. Það er svo sem ágætt að við séum orðnir svo nánir, enda held ég að ég geti haft góð áhrif á Brynjar. Ekki veitir af.“

Yrði gaman að sjá Sjálfstæðismenn vinna heiðarlega erfiðisvinnu

Það sé þó erfitt að rökræða við Brynjar, en Einar Baldvin telur hann haldinn blindri flokksdýrkun og fráhvarfseinkennum frá kalda stríðinu. Það sé ekki hægt að rökræða við þá sem berjast við vindmyllur.

„Brynjar gerir það m.a með því að segja að ég myndi sóma mér vel sem fangavörður í gúlagi Sovétmanna.

Nú ætla ég ekkert að neita því að mér þætti gaman að sjá Brynjar og aðra sjálfstæðismenn af hans tagi vinna heiðarlega erfiðisvinnu, og jafnvel hvetja þá til dáða með hnefanum ef því bæri að skipta (en nú hætti ég svo Brynjar geti slakað aðeins á rasskinnunum, þær þurfa að vera vel klemmdar fyrir næstu heimsókn til Valhallar). Þeir myndu þá upplifa gleðina sem fylgir því að byggja eitthvað upp, í stað þess að rífa það niður, í fyrsta sinn á ævinni. Það væri skárra gúlag en það fangelsi andlegrar örbyrgðar sem sjálfstæðismenn hafa byggt sjálfum sér.“

Það sé hægt að vorkenna Sjálfstæðismönnum að þeir þurfi stöðugt að „sleikja stígvél meistara sinna“, það sé þó verra fyrir þau 88 prósent þjóðarinnar sem ekki styðja flokkinn en þurfa að lifa með afleiðingum ríkisstjórnar hans.

Brynjar öskrar á ímyndaða kommúnista

Einar segir Sjálfstæðismenn hafa valdið ómældum skaða „bæði með gerræðislegum stjórnarháttum, og annaðhvort sofandahætti eða meðvitaðri eyðileggingarstefnu. Eitthvað sem mætti kalla eitraða blöndu heimsku, frjálslyndis og eiginhagsmunagæslu.“

Þetta hafi flokkurinn til dæmis gert með því að selja vinum og vandamönnum banka í aðdraganda efnahagshrunsins 2008, og svo reyndar aftur nýlega. Svo sé flokkurinn ófær um að líta í eigin barm þegar allt fer í steik.

„Staðreyndin er sú að flokkurinn hefur alltaf vanrækt þau mál sem hann talar mest fyrir: hann hefur þanið út ríkið, skorið niður lögregluna, vanrækt landamæragæslu og innflytjendamál almennt, grafið undan öllum gæðum í menntakerfinu og svo mætti lengi telja. Hann er svo auðvitað að sliga Íslendinga með hræðilegri vaxta- og efnahagsstefnu ofan á allt annað.

Þetta er flokkur sem hefur hvorki hugmyndafræðina eða heilindin sem þarf til að takast á við þann vanda sem steðjar að þjóðinni. Hann hefur bara einfaldlega ekkert til málanna að leggja eftir allt sem á undan er gengið.

Það er því ekkert skrýtið að menn eins og Brynjar öskri á ímyndaða kommúnista og láti sig dreyma um Berlínarmúrinn. Það var einfaldara að vera til þá, enda Sovétríkin að hrynja en ekki Sjálfstæðisflokkurinn, og það er auðvitað ekkert gaman að vera á leið á ruslahaug mannkynssögunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn