fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

„Mér finnst Ólafur Ragnar Grímsson hafa notað hann bæði rétt í Icesave og í fjölmiðlafrumvarpinu“

Eyjan
Föstudaginn 24. maí 2024 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðandinn Baldur Þórhallsson segir í samtali við Forystusætið hjá RÚV að það sé mikilvægt að forseti veiti lögum Alþingis ekki sjálfsafgreiðslu á Bessastöðum. Forseti þurfi að vera í ákveðinni fjarlægð frá Alþingi og sinna því eftirlitshlutverki sem honum ber samkvæmt stjórnarskrá að fara með.

Baldur nefnir sem dæmi Icesave-málið og fjölmiðlafrumvarpið en þáverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, beitti í þeim tilvikum málskotsrétti forseta.

„Mér finnst Ólafur Ragnar Grímsson hafa notað hann bæði rétt í Icesave og í fjölmiðlafrumvarpinu.“

Eins og margir muna þá vísaði Ólafur Ragnar Icesave-samningnum svokallaða í þjóðaratkvæðisgreiðslu í óþökk þáverandi meirihluta Alþingis sem var undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, en Baldur var á þeim tíma varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Baldur rakti í samtali við Brotkast á dögunum að hann hafi á sínum tíma, líkt og aðrir fræðimenn Háskóla Íslands, verið kallaður í fjölmiðla til að skýra kosti og galla samninganna. Á sama tíma sat hann sem varaþingmaður meirihlutans og upplifði þrýsting að styðja við samningana. Hann hafi því verið tvístígandi allt fram á síðasta dag og muni hreinlega ekki hvað hann gerði, en hann segir ljóst að engum hafi langað að samþykkja samninginn sem slíkan og hans áhyggjur snerust að áhrifum þess fyrir land og þjóð að standa ekki við alþjóðlegan samning sem ríkisstjórnin hafði þegar skrifað undir.

Baldur segir eins í Forystusætinu að hann hafi sem fræðimaður talað mikið um öryggis- og varnarmál, og það löngu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann hafi kallað eftir betra fæðuöryggi, birgðastöðu, öryggi orku, flugvallar og netöryggi. Fyrir þetta var hann kallaður stríðsæsingamaður. Svo kom Covid sem hafi sýnt að vissulega þurfi að huga að birgðum og fæðuöryggi. Ísland sé ekki varnarlaust land en landsmenn ættu þó að hafa meiri skoðun á því hvernig þessum vörnum er háttað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“