fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Eyjan
Föstudaginn 19. apríl 2024 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú breyting hefur orðið á Alþingi að þingmönnum er ekki lengur vísað á dyr mæti þeir í gallabuxum. Skiptar skoðanir eru á þessari þróun en Björn Leví Gunnarsson bendir á að virðing sé áunnin en ekki eitthvað sem keypt er í Herrafatalagernum.

Árið 1873 átti sér stað sannkölluð bylting þegar þeir Levi Strauss og Jacob Davis fengu einkaleyfi á vinnubuxum sem þeir höfðu hannað. Þeir höfðu fengið nóg af buxum þar sem saumar og vasar gáfu sig við lítið álag, enda hentaði slík flík illa í erfiðis vinnu. Buxurnar voru úr gallaefni og fengu nafnið gallasmekkbuxur. Levi var heildsali og hafði meðal annars flutt inn gallaefnið. Einn viðskiptavina hans var klæðskerinn Jacob og notaði hann gallaefni í teppi, tjöld og yfirbreiðslur. Þetta var á tímum gullæðisins og komu eigendur námuverksmiðju að tali við Jacob og báðu hann um að hanna buxur sem réðu við það hark sem fór fram í námunum. Þá greip Jacob gallaefnið og styrkti saumanna með því að nota málsþræði.

Gallabuxurnar voru litnar hornauga lengi. Ekki fyrr en samkeppnisaðilar ákváðu að byrja eins að framleiða gallabuxur. Vinsældirnar fóru svo á flug þegar kúrekar gerðu gallabuxurnar að einkennisfatnaði sínum snemma á 20. öldinni. Um miðbik aldarinnar voru það svo stjörnur á borð við Marilyn Monroe sem innsigluðu gallabuxurnar sem tískuvöru. Gallabuxur voru buxur verkalýðsins í stúdentabyltingum á sjötta og sjöunda áratugnum. Mótmælendur Víetnamstríðsins klæddust gallabuxum til að mótmæla stríðinu og stífum formlegheitum stríðsreksturs. Gallabuxur urðu merki uppreisnar og einkennisklæðnaður töffara. Tískuheimurinn svaraði vinsældunum með því að dæla út lúxusgallabuxum. Gallabuxurnar höfðu fest sig í sess og komnar til að vera. Gallabuxurnar hafa sigra fordóma, stéttaskiptingu og engar tilraunir til að hemja útbreiðslu þeirra hafa borið árangur til lengri tíma. Kirkjur reyndu að banna gestum að klæðast gallabuxum. Skólar lögðu bann við að nemendur klæddust þeim en allt kom fyrir ekki.

Elín Hirst yrði ekki send heim í dag

Enn eiga gallabuxurnar eftir að sigra á nokkrum vígstöðvum. Þeim er enn meinuð þátttaka í til dæmis golfi og því enn haldið fram að gallabuxur geti aldrei talist spariföt. Svo er það hér á okkar ástkæra ylhýra – þar hefur gallabuxum verið úthýst frá Alþingi þar sem þingið en vant að virðingu sinni.

Morgunblaðið vakti þó athygli á því í gær að þingmenn séu í auknum mæli farnir að mæta í gallabuxum í þingsal. Frægt var árið 2013 þegar fjölmiðlakonan Elín Hirst, sem þá sat á þingi, mætti til þingfundar í bláum gallabuxum en var gert að fara aftur heim til að skipta um buxur. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið að engar skráðar reglur séu til um klæðaburð þingmanna heldur sé byggt á venjum og almennum viðhorfum um snyrtilegan klæðaburð. Birgir segist ekki gera athugasemd við að þingmenn mæti í gallabuxum.

Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson er þekktur fyrir að láta venjur um klæðaburð um eyru þjóta. Hefur hann bæði kvartað undan því að vera ætlað að klæðast jakka þar sem heitt sé í þingsal og hann sé heitfengur. Að sama bragði sé ólíðandi að vera í skóm í gegnum langa þingfundi. Björn er eins umhverfisvænn og tekur ekki þátt í menningum sem ætlast til að fólk sé í samstæðum sokkum. Það sé umhverfisvænna að leyfa sér að vera í ósamstæðum sokkum enda hafa flest heimili landsins orðið fyrir barðinu á skipulagðri glæpastarfsemi þar sem brotist er einn á heimili en ekkert annað tekið en annar sokkurinn úr nokkrum pörum. Eftir að eftirstandandi sokk hefur verið hent eftir margra ára dvöl í poka ósamstæðra sokka mæta þrjótarnir svo aftur og skila fengnum. Þessari háttsemi hefur lögreglu ekki tekist að sporna gegn og er í engu minnst á í aðgerðaráætlun lögreglu eða stjórnvalda gegn skipulagðri brotastarfsemi.

Að dæma bókina af kápunni

Björn skrifar á Facebook að það sé ótækt dæma fólk eftir klæðum þeirra. Fólk vinnur sér inn virðingu en klæðir sig ekki í hana. Hann minnir á orðtakið að ekki eigi að dæma bókina eftir kápunni þó það sem hann meinar er að ekki beri að dæma þingmenn eftir buxunum.

„Sum okkar klæða sig í virðingu, önnur okkar fagna fjölbreytileika tilverunnar og látum verkin tala fyrir okkur

Það er þetta með að dæma bókina af kápunni. Fínt klædda fólkið hlýtur að vera fínasta fólkið í bænum. Sum álíta sig beinlínis vera fín út af klæðaburði.

Sama á við um skoðanir. Sum okkar eru með voða fínar skoðanir, en þær eru bara blekkingaleikur í hinu stóra pólitíska leikriti sem snýst um völd. Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin… eru svo þegar allt kemur til alls bara alveg eins og ég og þú. Það er ekkert fínna eða klárara eða neitt slíkt. En ef það klæðir sig aðeins betur og lærir pólitíska framkomu þá bæði ætlast það til þess að fá völd og virðingu.

Virðing er áunnin. Völdum fylgir ábyrgð. Það sem tvinnar þetta saman er traust. Bæði traust á fólki og stofnunum.“

Þingmaðurinn rekur á á miðvikudag afgreiddi þingið tillögu um vantraust. Niðurstaðan var sú að „fóna fólkið sem krefst jakka og bindist treysti sjálfu sér. Fólkið með fínu skoðanirnar og fínu brosin treystir þeim líka.“

Ólíðandi að sokkar séu ósamstæðir

Meirihlutinn hafi montað sig af metnum afrekum sínum en í engu minnst á þau verk sem þeim mistókst að klára. Það sé í hlutarins eðli að ríkisstjórnir klára einhver mál. Það geti ekki talist afrek að takast að klára verkefni. Eins hafi flest þessi mál sem kláruð voru notið samstöðu á þingi, meirihluta og minnihluta.

„Það þurfti ekki ríkisstjórn til að klára þau mál. Nú er ég komið dálítið langt frá umræðum um klæðaburð. En það er alveg rétt að útlit skiptir máli. Skiptir það bara réttu máli?“

Ekki eru þó allir sammála um ágæti gallabuxna á Alþingi. Einn segir í athugasemdum að gallabuxur eigi sinn stað og það sé sóðaskapur að vera á sokkaleistunum á Alþingi, og verra að vera í ósamstæðum sokkum. Annar leggur til formlegan einkennisbúning þingmanna. Einhverjar athugasemdir taka þó undir með Birni og benda á að fínn klæðnaður samkvæmt venju hafi ekki stöðvað ráðamenn frá því að brjóta lög. Fólk eigi að klæðast því sem það vill og líður vel með. Snyrtilegur klæðnaður snúist ekki um hvers konar fötum er klæðst heldur að vera í heilum og hreinum fötum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“