fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Hinrik er nýr framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. apríl 2024 09:18

Hinrik Hinriksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinrik Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus hf. Um er að ræða nýtt svið sem sett hefur verið á fót og undir heyra sölustýring, viðskiptagreining og þjónusta við viðskiptavini. Er það liður í endurskipulagningu á skipuriti fyrirtækisins sem miðar að því að auka enn frekar samhæfingu milli sviða og skilvirkni í sölu og þjónustu.

Hinrik hefur gegnt starfi markaðsstjóra innfluttra vara Nóa Siríus frá 2022 en áður var hann vörumerkjastjóri hjá Nathan og Olsen, sölustjóri hjá Ion hótelum auk þess að hafa starfað hjá Vistor og Distica.

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Síríusar, segir þetta mikilvæga breytingu á þeirri vegferð að nýta þau tækifæri sem fram undan eru hjá fyrirtækinu. Reynsla Hinriks í stjórnun viðskiptasambanda muni efla sókn Nóa Síríusar og treysta enn betur samskipti og þjónustu við viðskiptavini.

„Ég hlakka til að taka við nýju hlutverki innan Nóa Síriusar. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur og skemmtilegur hópur fólks sem hefur mikinn metnað í að efla og styrkja viðskiptasambönd við okkar viðskiptavini og munum við halda áfram að veita þá úrvals þjónustu sem við erum þekkt fyrir á markaðnum,“ segir Hinrik Hinriksson.

Hinrik er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá háskólanum í Reykjavík og með BS gráðu í sálfræði frá sama skóla með markaðsfræði sem aðaláherslu. Unnusta Hinriks er Laufey Lilja Ágústsdóttir, stjórnandi hjá Veitum, og eiga þau tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu