fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Stefán skýrir út áætlun verkalýðshreyfingarinnar um að ná niður verðbólgu – Segir ríkið hafa efni á þessu

Eyjan
Laugardaginn 27. janúar 2024 17:30

Stefán Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, hagfræðingur og sérfræðingur hjá Eflingu, skýrir út markmið og leiðir breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar um að ná niður verðbólgu með hóflegum kjarasamningum og aðgerðum ríkisvaldsins. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is.

Stefán segir hag heimila fara versnandi en mörg fyrirtæki séu að skila methagnaði. Verðbólga leiki heimilin grátt. „Það er því alvöru lífskjarakreppa hjá alltof mörgum heimilum. En mikið góðæri ríkir hjá fyrirtækjunum. Fyrirtækin þurfa því að lækka hagnaðarkröfur sínar og skila heimilunum lægra verðlagi. Seðlabanki, bankar og lífeyrissjóðir þurfa einnig að skila lækkun vaxta,“ segir Stefán.

Hann segir ennfremur:

„Breiðfylking ASÍ félaga, sem semja fyrir rúmlega 70% af launafólki á vinnumarkaði, hefur lagt fram áætlun um öra lækkun verðbólgu og vaxta. Leiðin felst í óvenju hóflegum launahækkunum (miðað við aðstæður), endurreisn tilfærslukerfa heimilanna (þ.e. á barnabótum og húsnæðisstuðningi til eigenda og leigjenda) og almennu aðhalda gegn verðhækkunum. Lækkun vaxta mun síðan létta greiðslubyrði skuldugra heimila. Hóflegar launahækkanir krefjast þess að launafólk hafi öruggar tryggingar fyrir árangri, í formi rauðra strika, líkt og gert var í þjóðarsáttinni 1990. Launafólk sem býr við skort getur ekki eitt og sér borið alla áhættuna.

Ríkið þarf að auka framlag sitt í tilfærslukerfin sem nemur um 24 milljörðum á ári, til að dæmið gangi upp. Ef það gerist ekki þá mun heimilum lágtekjufólks blæða út og hagur millihópa versna enn frekar.“

Skuldbindingar vegna Grindavíkur koma ekki í veg fyrir þetta

Stefán segir ríkið geta tekið fullan þátt í þessu átaki gegn verðbólgu þrátt fyrir skuldbindingar við íbúa Grindavíkur vegna náttúruhamfaranna. Hann bendir á að ef árangur náist í lækkun verðbólgu muni ríkið spara sér mun meira í útgjöldum en sem nemur hækkuninni í tilfærslukerfin. Auk þess geti ríkið aflað sér mikilla tekna með því að setja komugjald á ferðamenn til landsins. Það væri einnig skynsamleg leið til að hægja á ferðaþjónustunni og þar með þenslu í samfélaginu sem eykur verðbólgu.

Stefán segir ennfremur að ef áætlunin gangi ekki upp og leið breiðfylkingarinnar verður ekki farin þá þurfi að krefjast 7-10% hækkunar á meðallaun. Ef sú leið verði farin muni verðbóglan fara hægar niður og ávinningur samfélagsins verða minni en ella.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben