fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Þjóðarbarlómur

Eyjan
Laugardaginn 6. janúar 2024 06:06

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afkoma fólks á Íslandi var um aldir ömurleg. Veðurfarið var erfitt, pestir og eldgos herjuðu á landsmenn og ungbarnadauðinn var sá hæsti í álfunni. Í lok 18. aldar hófust eldhræringar í Lakagígum með Móðuharðindum og gífurlegri eymd og mannfelli. Landsmenn skrifuðu hvert bænaskjalið á fætur öðru til Kaupmannahafnar og röktu í löngu máli armæðu sína og fátækt. Konunglegum embættismönnum féllust hendur yfir öllum þessum hörmungum og hafís sem almættið lagði á þessa fámennu og vesölu þjóð og var fátt um svör.

Nú er öldin önnur og lífskjörin hafa stórbatnað. Íslendingar verða allra karla og kellinga elstir og ungbarnadauðinn einn sá lægsti í heimi. Til landsins streymir fjöldi útlendinga í leit að fyrirheitna landinu.

Á dögunum heyrði ég nokkra spekinga spjalla á frjálsri útvarpsstöð um ástandið í samfélaginu og dauðbrá. Ég áttaði mig engan veginn á því að innanlands væri allt í kaldakoli. Ríkisstjórnin var vanhæf og úrræðalaus. Allir löptu dauðann úr skel að hætti  flugumferðarstjóra. Verðbólga og hamafarahlýnun stigu villtan dans við fjallkonuna. Neyðarástand var ríkjandi í almenningssamgöngum, spítalakerfinu, laxeldinu og leikskólum. Allt var á blússandi ferð til helvítis enda var veruleikinn í engu samræmi við væntingar þessa fólks.

Raunatölur og bænabréf þjóðarinnar á 18du öld voru eins og galgopaleg gamanmál í samanburði við við  harmkvæli þessara álitsgjafa. Mér létti því að fólk á auðvitað að varðveita þjóðararfinn og bera sig illa sama hvernig ástand mála er.

Hugurinn leitar til Sigurðar Péturssonar sýslumanns sem talinn var þjóðskáld í upphafi 19du aldar. Kveðskapur hans stingur í stúf við þjóðarbarlóminn.

Þó að ég fótinn missi minn
mín ei rénar kæti
hoppað get ég í himininn
haltur á öðrum fæti.

En auðvitað er þessi léttlynda afstaða í engu samræmi við pólitíska rétthugsun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
01.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
31.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
26.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
25.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!