Eins og allir Íslendingar ættu að vera meðvitaðir um eru forsetakosningar framundan á Íslandi á þessu ári og mun þjóðin kjósa sér nýjan forseta þar sem núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar ekki að bjóða sig fram til endurkjörs. Margir mögulegir frambjóðendur hafa verið nefndir til sögunnar og tveir þegar tilkynnt framboð sitt, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson. Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu birti á nýársdag, áður en þessir tveir tilkynntu formlega um framboð sitt, ráðleggingar til áhugasamra forsetaframbjóðenda í færslu á X, sem áður hét Twitter. Þær eru eftirfarandi:
„Áður en tilkynnt er um framboð til embættis forseta lýðveldisins, er tilvalið að spyrja sig að því hvort eitthvað af eftirfarandi eigi við:
Er ég í maníu?
Er ég í miðaldrakrísu sem væri betur leyst með þátttöku í Landvættunum?
Er ég meðvitað eða ómeðvitað trúður?“
Andrea er spurð í athugasemdum við færsluna hvort hún ætli ekki að bjóða sig fram til forseta. Hún svarar því með þessum hætti:
„Ég hef meiri metnað fyrir því að verða sundrungartákn þjóðarinnar þegar ég verð stór.“
Áður en tilkynnt er um framboð til embættis forseta lýðveldisins, er tilvalið að spyrja sig að því hvort eitthvað af eftirfarandi eigi við:
⚠️ Er ég í maníu?
⚠️ Er ég í miðaldrakrísu sem væri betur leyst með þátttöku í Landvættunum?
⚠️ Er ég meðvitað eða ómeðvitað trúður?— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) January 1, 2024