fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Eyjan

Sendir skilaboð til þeirra sem eru að sligast undan „efnahagsóstjórninni“ og kallar eftir kjark til að brjóta niður „klíkuræðið“

Eyjan
Fimmtudaginn 14. september 2023 10:03

Jóhann Páll Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson sendi með stefnuræðu sinni við þingsetningu í gær skilaboð til þeirra sem nú standa höllum fæti í samfélaginu. Skilaboðin voru að Samfylkingin ætli að beita sér fyrir betra samfélagi fyrir þá hópa, og því megi kjósendur treysta. Alþingi og ríkisstjórnin þurfi kjark til að taka stórar ákvarðanir svo Ísland geti kallað sig sterkt velferðarþjóðfélag og til að tryggja jöfnuð.

„Það er óréttlátt að fólk sem glatar starfsgetunni, veikist eða lendir í slysi, sé dæmt til ævilangrar fátæktar. Þannig á Ísland ekki að vera. Það er líka óréttlátt að barn fái ekki að æfa íþróttir eða læra á hljóðfæri vegna fjárhagsstöðu foreldra sinna. Það er óréttlátt að öldruð kona sem hefur unnið slítandi störf um langa ævi fái ekki pláss á hjúkrunarheimili þegar hún þarf á því að halda. Þannig á Ísland ekki að vera og þannig þarf Ísland ekki að vera.“

Megum ekki líta í hina áttina

Jóhann Páll tók fram að kerfin í landinu séu mannana verk og því sé það í valdi landsmanna að breyta þessum kerfum. Samfylkingin hafi það á hreinu fyrir hvað þau standa og hvað beri að setja í forgang, og á sama tíma hverju skuli raða aftar í röðina. Það sé klárt mál að það sé efnahagur landsmanna sem skipti meginmáli. Enginn afsláttur eigi að vera gefinn af kröfunni um samtryggingu og mannlega reisn.

„Við lítum ekki í hina áttina þegar börn með þroskafrávik eru látin bíða meira en ár eftir þjónustu í einu ríkasta samfélagi heims. Við sættum okkur ekki við bilað almannatryggingakerfi, að kjör öryrkja og eldra fólks dragist aftur úr launaþróun ár eftir ár eins og gerst hefur í tíð þessarar ríkisstjórnar. Við unum því ekki að frítekjumarki lífeyristekna sé ríghaldið í 25 þúsund krónum og hver einasta króna umfram það komi til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Þannig viljum við ekki hafa almannatryggingakerfið okkar, því við eigum að geta verið stolt af því.“

Íslendingar eigi að geta verið stoltir af því að búa í velferðarþjóðfélagi sem ber virðingu fyrir fólkinu og þeirra framlagi.

„Ef þú átt erfitt með að ná endum saman, þá skaltu vita að Samfylkingin stendur með þér. Ef þú ert að sligast undan efnahagsóstjórninni í landinu, hækkandi verðbólgu og hækkandi vöxtum, þá skaltu vita að þingflokkur jafnaðarmanna vinnur fyrir þig. Þess vegna lögðum við til og fengum samþykkt hér í þingsal að vaxtabætur voru hækkaðar og víkkaðar út til fjögur þúsund heimila sem ellegar hefðu engan stuðning fengið. Því það er heimilisbókhaldið sem okkar pólitík snýst um, hvernig fólk hefur það frá degi til dags. Afkomuöryggi, húsnæðisöryggi, öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. En forseti, við þurfum líka að eiga samtal um öryggi í hefðbundnari skilningi þess orðs. Og hér skulum við tala algerlega skýrt.“

Þannig á Ísland ekki að vera

Samfylkingin geri líka kröfu um lög og reglu. Ekki sé hægt að sætta sig við fjársveltinu lögvaldsins og fækkun lögreglumanna. Það sé ekki ásættanlegt að dæmdir glæpamenn gangi lausir því ekkert pláss er fyrir þá í fangelsunum. Eins megi ekki gefa afslátt af mannréttindum. Enginn ætti að óttast um öryggi sitt og tilvistarrétt bara út af því hver viðkomandi er.

„Þannig á Ísland ekki að vera, þannig þarf Ísland ekki að vera, við getum gert svo miklu betur. Við getum staðið undir nafni sem sterkt velferðarþjóðfélag þar sem öryggi og virðing er í öndvegi. En þá þurfum við að hafa kjark til að taka stórar ákvarðanir. Við þurfum að hafa kjark til að afla tekna og styrkja grunninn, kjark til að brjóta upp fákeppni og klíkuræði, taka stjórn á heilbrigðiskerfinu okkar og blása nýju lífi í velferðarþjónustuna svo allir, ekki bara sumir, búi við öryggi.
Þannig á Ísland að vera – og þangað skulum við stefna, stolt og glaðbeitt, áfram gakk!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru