fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Eyjan

Gistináttaskattur og tvöfalt hærri útgjöld vegna flóttafólks

Eyjan
Miðvikudaginn 13. september 2023 09:00

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær, er gert ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári verði 46 milljarðar en það nemur 1% af vergri landsframleiðslu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að samkvæmt frumvarpinu verði gistináttaskattur tekinn upp á nýjan leik og sé reiknað með að tekjur af honum verði 1,5 milljarðar. Einnig eru uppi áform um að breyta gildissviði skattsins og leggja hann á í tengslum við komur skemmtiferðaskipa.

Lagt er til að mat á tekjum af erfðafjárskatti hækki um 3,5 milljarða en það byggist á mikilli hækkun erfðafjárskatts á þessu ári og hefur það áhrif á áætlun næsta árs.

Gert er ráð fyrir að útgjöld vegna málefna útlendinga verði rúmlega 15 milljarðar og hækki um 7 milljarða á milli ára. Þessi útgjöld eru meðal annars vegna fæðis- og húsnæðiskostnaðar, endurgreiðslur til sveitarfélaga og vegna samninga um samræmda móttöku flóttafólks.

24 milljarðar verða settir í byggingu nýja Landspítalans og er það 10,5 milljörðum meira en á þessu ári. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 14 milljarða að raungildi á milli 2023 og 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru