fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Eyjan

Þórunn segir borgarlínu nauðsynlega – „Er árið ekki ör­ugg­lega 2023?“

Eyjan
Sunnudaginn 10. september 2023 15:00

Þórunn Sveinbjarnardóttir. Mynd: Alþingisvefurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir herferð í gangi gegn áformum um borgarlínu og greinir mótsagnir í málflutningi Sjálfstæðismanna um málið. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu:

„Her­ferðin gegn betri al­menn­ings­sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu gef­ur reglu­lega til­efni til að líta á daga­talið: Er árið ekki ör­ugg­lega 2023? Sjálf­stæðis­menn í borg­inni fara ham­förum yfir öllu sem horf­ir til bóta í sam­göngu­kerf­inu en fé­lag­ar þeirra í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um í Krag­an­um und­ir­rituðu all­ir sem einn sam­göngusátt­mál­ann við ríkið, ein­huga um gjörn­ing­inn. Rík­is­valdið og sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu gerðu með sér samn­ing. Hon­um verður ekki breytt ein­hliða, hvorki af rík­inu né sveit­ar­fé­lög­un­um.“

Þórunn reifar gildi góðra almenningssamgangna og bendir á að þær styrki innviði, bæti umferðaröryggi og minnki mengun. Kostnaður vegna framkvæmda í þágu borgarlínu séu í takti við aðrar stórframkvæmdir innan vegakerfisins:

„Kostnaðar­aukn­ing ein­stakra fram­kvæmda í borg­ar­línu­verk­efn­inu er í takti við aðrar stór­fram­kvæmd­ir inn­an vega­kerf­is­ins. Þær eru ít­rekað vanáætlaðar á und­ir­bún­ings­stigi og fara fram úr á fram­kvæmda­stig­inu. Upp í hug­ann koma sam­göngu­bæt­ur á borð við Héðins­fjarðar- og Vaðlaheiðargöng. Ég ætla ekki að mæla kostnaðar­auk­an­um bót en við vit­um hvernig hann er oft­ast til kom­inn. Verðlag og vext­ir hafa hækkað, einnig aðföng og fram­kvæmda­kostnaður al­mennt.“

Gífurleg fjölgun bíla

Þórunn bendir á að vegakerfið ræður ekki við þann fjölda bíla sem til er í landinu:

„Árið 2022 voru 287.550 fólks­bif­reiðar skráðar á land­inu en til sam­an­b­urðar voru þær 85.723 árið 2006. Þetta eru rúm­lega 200 þúsund fleiri bíl­ar en óku um vegi lands­ins fyr­ir rúm­lega 15 árum. Inni í þess­um töl­um eru ekki sendi­bíl­ar, vöru­flutn­inga­bíl­ar og hóp­bif­reiðar en í töl­unni fyr­ir síðasta ár eru rúm­lega 30.000 bíla­leigu­bíl­ar. Vega­kerfið ræður ekki við þenn­an fjölda og við sem sam­fé­lag ger­um það ekki held­ur. Það er löngu tíma­bært að horf­ast í augu við það.“

Hún segir borgarlínu vera nauðsynlega og arðbæra fjárfestingu og bendir á þróun almenningssamgangna erlendis:

„Hvert ein­asta manns­barn sem ferðast hef­ur út fyr­ir land­stein­ana veit að evr­ópsk­ar borg­ir leggja mik­inn metnað í þróun al­menn­ings­sam­gangna og hafa lengi gert. Það er ekki vegna þess að fólk í út­lönd­um sé al­mennt á móti einka­bíln­um eða telji al­menn­ings­sam­göng­ur ein­ung­is henta tekju­lág­um. Held­ur vegna þess að borg­ir sem vilja vaxa og dafna, laða til sín nýja íbúa, minnka meng­un og sporna með öll­um ráðum gegn af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga, þær bjóða all­ar upp á tíðar og greiðar al­menn­ings­sam­göng­ur sem þorri íbúa nýt­ir dag­lega til að kom­ast hratt og ör­ugg­lega á milli staða.

Það er ekk­ert bylt­ing­ar­kennt við borg­ar­lín­una. Hún er nauðsyn­leg og arðbær fjár­fest­ing og fram­kvæmd. Hún er í raun og veru það allra minnsta sem al­menn­ings­sam­göngu­kerfi á höfuðborg­ar­svæðinu kemst af með til að stand­ast kröf­ur sam­tím­ans. Þau sem halda öðru fram hafa greini­lega tekið sér far með Hlemmi – Fortíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru