fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
Eyjan

Sveinbjörn leiðir nýja deild hjá Landsvirkjun

Eyjan
Fimmtudaginn 8. júní 2023 16:04

Sveinbjörn Finnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörn Finnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar deildar Verkefnaþróunar hjá Landsvirkjun á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Deildin leiðir þróun verkefna í tengslum við endurnýjanlega raforkuvinnslu erlendis og rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi. Í starfsemi deildarinnar felast tækifæri fyrir Landsvirkjun til að vaxa á nýjum sviðum og taka virkan þátt í orkuskiptum á Íslandi og erlendis.

Sveinbjörn hóf störf hjá Landsvirkjun árið 2015 sem sérfræðingur í viðskiptagreiningu og hefur síðustu tvö ár starfað sem viðskiptaþróunarstjóri. Hann hefur unnið að þróun viðskiptatækifæra, leitt samningaviðræður við nýja viðskiptavini og stýrt verkefnaþróun. Sveinbjörn er með M.Sc. gráðu í orkuverkfræði frá ETH í Zürich og alþjóðlega IPMA vottun í verkefnastjórnun.

Vegna loftslagsbreytinga leitar heimurinn allra leiða til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega orku og það kallar á verkefni á borð við þau sem Sveinbjörn og hans fólk mun leiða. Á Íslandi er Landsvirkjun ásamt samstarfsaðilum þegar að þróa verkefni sem snúa að framleiðslu vetnis og metanóls fyrir orkuskiptin. Erlendis tekur fyrirtækið sömuleiðis virkan þátt, þróar og fjárfestir í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu með samstarfsaðilum og er þar sérstök áhersla lögð á sjálfbæra framþróun norðurslóða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Færum Borgarbókasafnið í Safnahúsið

Björn Jón skrifar: Færum Borgarbókasafnið í Safnahúsið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðjónsson: Íbúðalánasjóður notaði ekki þær leiðir sem færar voru til áhættustýringar og því fór sem fór

Óttar Guðjónsson: Íbúðalánasjóður notaði ekki þær leiðir sem færar voru til áhættustýringar og því fór sem fór
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur fær nóg og skiptir um skoðun – „Ekki einni einustu þjóð hefur dottið til hugar að koma svona fram við þegna sína“

Vilhjálmur fær nóg og skiptir um skoðun – „Ekki einni einustu þjóð hefur dottið til hugar að koma svona fram við þegna sína“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum